fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Neytendur

Tannkremið þitt gæti innihaldið mjög vafasamt efni

Tríklósan finnst meðal annars í Colgate Total – Bandarísk yfirvöld banna notkun þess í sápu en ekki í tannkremi

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 11. september 2016 19:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið, FDA, bannaði í síðustu viku notkun á efninu tríklósan í sápum á bandarískum markaði. Þó að efnið hafi verið bannað í sápum er enn leyfilegt að nota það í tannkremi.

Bandaríska stórblaðið New York Times fjallaði um þetta í vikunni, en í frétt blaðsins kemur fram að forsvarsmönnum Colgate-Palmolive hafi tekist að sannfæra matvæla- og lyfjaeftirlitið um að að kostir þessa tiltekna efnis væru í raun fleiri en gallarnir. Og það þrátt fyrir að vísbendingar liggi fyrir um mögulega skaðsemi þess.

Bakteríudrepandi, en samt

Colgate er einn stærsti tannkremsframleiðandi heims og er efnið að finna í einni tegund tannkrems frá fyrirtækinu, Colgate Total. Tríklósan er bakteríudrepandi, en jafnframt talið hormónaskarandi auk þess sem það er skaðlegt umhverfinu. Þá er efnið talið stuðla að fjölgun ónæmra baktería.

Forsvarsmenn Colgate sögðu að efnið stuðlaði að minni skánmyndun á tönnum og væri auk þess gagnlegt í baráttunni gegn tannholdsbólgu. Í röksemdafærslu bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitsins, vegna banns á notkun efnisins í sápum, kom fram að sápa sem inniheldur efnið sé ekki gagnlegri en sápa sem inniheldur það ekki. Þá geti langtímanotkun á efninu haft skaðleg áhrif á heilsu fólks.

Stuðla að fjölgun sýklaónæmra baktería

Vísindamenn hafa löngum varað við notkun á efninu, meðal annars vegna þess að rannsóknir benda til þess að efnið geti stuðlað að fjölgun sýklaónæmra baktería. Forsvarsmenn Colgate segja aftur á móti ekkert bendi til þess að efnið í umræddu tannkremi sé skaðlegt mannfólki.

Sitt sýnist hverjum um þessa ákvörðun lyfja- og matvælaeftirlits Bandaríkjanna. Einn þeirra sem hefur gagnrýnt stofnunina er Rolf Halden, sérfræðingur við Arizona State University, sem meðal annars hefur stundað rannsóknir á tríklósan. Gagnrýnir hann að lítið samræmi sé í ákvörðun eftirlitsins.

„Við setjum sápu á hendurnar og það eru alltaf snefilefni sem geta komist inn í líkamann,“ segir hann. En þegar tannkrem sé annarsvegar eigi efni úr því mun greiðari leið inn í blóðrásina, þar á meðal efni eins og tríklósan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“