Sætanýting WOW air eykst milli ára

Mynd: WOW AIR

WOW air flutti 212.611 farþega til og frá land­inu í júlí eða um. Það eru 105 prósent fleiri farþegar en í júlí árið 2015. Sæta­nýt­ing WOW air í júlí var 92 prósent en sæta­nýt­ing í fyrra á sama tíma­bili var 89 prósent. Þetta er aukn­ing um þrjú pró­sentu­stig þrátt fyr­ir mikla fram­boðsaukn­ingu. Þetta segir fram í frétta­til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

Þar kemur sömuleiðis fram að sæta­nýt­ing WOW air hafi auk­ist milli ára þrátt fyr­ir 102 prósent aukn­ingu á sætafram­boði í júlí. Fram­boðnum sætis­kíló­metr­um fjölgaði um 139 prósent í júlí frá því á sama tíma í fyrra. 

Það sem af er ár­inu hef­ur WOW air flutt um 761 þúsund farþega en það er 109 prósent aukn­ing farþega á sama tíma­bili frá ár­inu áður.

WOW air hóf áætl­un­ar­flug til Toronto og Montréal í Kan­ada í maí og flýg­ur þangað all­an árs­ins hring. Sam­kvæmt töl­um frá Ferðamála­stofu hef­ur mik­il aukn­ing átt sér stað í fjölda ferðamanna frá Kan­ada til Íslands.

Milli ára fjölgaði kanadísk­um ferðamönn­um um 66 prósent í maí og um 106 prósent í júní. Í maí í fyrra komu 4.475 kanadísk­ir ferðamenn til lands­ins en í ár voru þeir 7.421 og í júní í fyrra komu 6.355 en á sama tíma í ár komu 13.087.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.