fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Neytendur

Dularfulli aðskotahluturinn í Hleðslu-fernunni: MS segir ekki um kjúkling að ræða – líklega myglað hlaup

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 9. júní 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn sólarhring hefur mynd sem sýnir einhverskonar aðskotahlut í Hleðslu drykk frá MS flakkað manna á milli á Facebook. Allir virðast hafa skoðun á því hver aðskotahluturinn er. Einhverjir halda fram að hann sé úr kjúlingi eða fiski á meðan aðrir standa í þeirri trú að um geimveru að ræða:

Mjólkursamsalan sendi að þessu tilefni frá sér fréttatilkynningu vegna málsins sem hljómar svo:

Í tilefni af ábendingu um galla í Hleðslu drykk frá MS

Vegna ábendingar um aðskotahlut í Hleðslu drykk vill MS koma því á framfæri að um leið og ábending barst fyrirtækinu var málið sett í formlega skoðun innan MS og sýni sent Matís til skoðunar.

Fyrstu niðurstöður staðfesta að ekki var um kjöt- eða fiskafurðir að ræða. Líklegasta skýringin á þessum tímapunkti er sú að ákveðin hráefni í framleiðslunni hafi ekki leyst nægilega vel upp og orðið að 4-5 cm hlaupkenndu stykki sem mygla myndaðist í.

Farið verður nákvæmlega yfir verkferla í vinnslurýminu til að tryggja að slíkt endurtaki sig ekki.

Vegna ljósmyndar af innihaldi drykkjarins vill MS taka fram að í vinnslurýmum fyrirtækisins er hvorki kjúklinga- né fiskvinnsla. Hvorki kjúklingur né fiskur er notaður sem hráefni í vörur MS. Þetta á við um öll vinnslurými MS, þar með talið svæðið þar sem Hleðslu drykkur er framleiddur.

Hráefnin sem notuð eru í vinnslurými Hleðslu eru hágæða íslensk prótein, bragðefni og bindiefni. Talið er að um eingangrað tilvik hafi verið að ræða. Innihaldið er ekki hættulegt til neyslu og framleiðslulotan ekki lengur í sölu.

MS tekur öllum ábendingum er varða gæði vara fyrirtækisins alvarlega, enda er fyrsta skylda MS að tryggja öryggi og gæði þeirra matvæla sem við framleiðum.

Þá vill MS koma því á framfæri að móttökur þær sem viðskiptavinur fékk þegar hann lét vita af galla í Hleðslu drykknum voru ekki í samræmi við stefnu fyrirtækisins og harmar MS þær og biðst velvirðingar á þeim.

Ari Edwald
Forstjóri Mjólkursamsölunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“