fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Neytendur

Fokdýr sundsprettur fyrir fjölskylduna í Bláa lóninu

Stakur miði hækkað um 81% á fimm árum – Þriggja manna fjölskylduferð á 22 þúsund krónur

Ritstjórn DV
Laugardaginn 14. maí 2016 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verð fyrir stakan miða í Bláa lónið um sumartíma hefur hækkað um 81 prósent á fimm árum. Í sumar, frá og með 1. júní næstkomandi, getur ferðamaður sem ekki hefur bókað sér tíma á vefsíðu Bláa lónsins fyrirfram vænst þess að greiða 8.700 krónur fyrir stakan miða sem árið 2011 kostaði 4.800 krónur. Sumardýfa í lóninu hjá pari með einn ungling á aldrinum 14–15 ára með í för kostar fjölskylduna 22.400 krónur í sumar.

Stærra lón og fleiri ferðamenn

Spár gera ráð fyrir að hátt í 1,7 milljónir erlendra ferðamanna komi til Íslands á árinu og myndi það þýða sprengingu í fjölgun frá því í fyrra um nærri fimm hundruð þúsund manns. Hundruð þúsunda gesta koma í Bláa lónið sem er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins og hefur verið áætlað að sjö af hverjum tíu ferðamönnum sem koma til landsins, hafi viðkomu í lóninu. Enda sýndi það sig í ársreikningi Bláa lónsins fyrir árið 2014 að gestir borguðu tæpa 3,7 milljarða króna í aðgangseyri það ár. Ársreikningur félagsins fyrir ferðamannametárið í fyrra liggur ekki fyrir en er væntanlegur. Árið 2014 kostaði stakur sumarmiði 6.200 krónur og nýverið var lokið við að stækka Bláa lónið um helming. Ljóst er að tekjur lónsins í fyrra og í ár munu verða umtalsverðar ef fer sem horfir.

Hærra verð á háannatíma

Verðskrá Bláa lónsins er þannig í dag að boðið er upp á vetrarverð, sem er í gildi frá 1. janúar til 31. maí og svo frá 1. september til 31. desember ár hvert. Sumarverð, sem er umtalsvert hærri, er í gildi frá 1. júní til 31. ágúst, á háannatíma ferðamennskunnar á Íslandi.

Árið 2014 kostaði almennur miði í lónið 5.400 krónur að vetri til en 6.200 krónur að sumri. Í ár er verð á vetrarmiða 5.800 krónur en 7.300 krónur á sumrin. Samkvæmt vef Bláa lónsins miðast verð nú þó við að notendur bóki á netinu fyrirfram. Ef greitt er við komuna í Bláa lónið leggjast 1.400 krónur ofan á verð. Þannig að vetrarmiðinn verður 7.200 krónur en sumarmiðinn á 8.700. Í dag kostar miðinn fyrir unglinga, sem skilgreindir eru sem 14–15 ára í Bláa lóninu, 3.600 krónur hvort heldur sem er á vetrartímanum eða á sumrin. Börn, tveggja til þrettán ára, fá frítt. Hafa ber í huga að þetta eru lægstu mögulegu verð á svokölluðum Standard-pakka, sem veita aðgang að Bláa lóninu og kísilmaska. Síðan er hægt að fá þrjá dýrari pakka, Comfort, Premium og Luxury.

81% hækkun á fimm árum

Í umfjöllun DV um Bláa lónið í júní 2011 kom fram að stakur miði í lónið kostaði 4.800 krónur. Samanborið við sumarverðið án netbókunar í dag (8.700 kr.) er ljóst að verð á stökum miða, fyrir einstakling sem ekki hefur bókað fyrirfram, hefur hækkað um 81 prósent á þessum fimm árum frá 2011. Eða um 3.900 krónur. Á sama tímabili hefur verðlag hækkað um 14,5%. Hækkunin er því langt umfram almennt verðlag.

Ein skýring á þessum hækkunum er meðal annars 11 prósenta hækkun sem tilkomin var vegna breytinga sem gerðar voru á virðisaukaskattslögum í fyrra og tóku gildi 1. janúar síðastliðinn. Fram að því hafði Bláa lónið fallið undir undanþágu í lögunum þar sem starfsemi þess taldist til starfsemi sundstaða, heilsuræktar og íþróttastarfsemi og var lónið undanþegið skattinum. Frá 1. janúar 2016 hefur lónið því greitt virðisaukaskatt í lægra þrepi af baðgjöldum, eða 11 prósent. Þessi breyting skilaði sér út í miðaverðið milli ára.


Þetta kostar í Bláa lónið núna

Standard (netverð) Fullorðnir Unglingar (14–15 ára)
Sumar 7.300 kr. 3.600 kr.
Vetur 5.800 kr. 3.600 kr.
Standard (greitt við komu) Fullorðnir Unglingar (14–15 ára)
Sumar 8.700 kr. 5.000 kr.
Vetur 7.200 kr. 5.000 kr.

Ef ekki er bókað á netinu fyrirfram og greitt við komuna í Bláa lónið leggjast 1.400 krónur á verðið. Þessi tafla sýnir verð með því álagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“