fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Neytendur

Sundferðin 75% dýrari

Mikil verðhækkun í Reykjanesbæ – Dýrast í Reykjavík en ódýrast í Hafnarfirði

Ritstjórn DV
Laugardaginn 30. apríl 2016 16:00

Mikil verðhækkun í Reykjanesbæ – Dýrast í Reykjavík en ódýrast í Hafnarfirði

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðaverð fyrir fullorðinn í sund í Reykjanesbæ hefur hækkað um 75 prósent síðan 2014. Þetta kemur í ljós þegar verð á sundstöðum er skoðað í dag og borið saman við verðkönnun sem DV gerði í apríl 2014. Dýrasti sundmiðinn á landinu er í Reykjavík þar sem stakur sundmiði fyrir fullorðinn kostar 900 krónur og hefur hækkað um 50 prósent milli kannana DV.

Á þeim sundstöðum á landsbyggðinni sem DV skoðaði er dýrasti staki sundmiðinn fyrir fullorðna á Akureyri og í Snæfellsbæ, eða á 750 krónur. En verðið hefur hækkað um 50% milli kannana í Snæfellsbæ. Ódýrasti staki sundmiðinn í athugun DV sem nær til 15 staða reyndist vera í Hafnarfirði. Stakur miði fyrir fullorðinn þar kostar 550 krónur.

Sviptingar í Reykjanesbæ

Verðkönnun DV nú byggist á sambærilegri könnun og birtist í blaðinu 4. apríl 2014 þar sem verð var kannað á 22 stöðum, víðs vegar um landið. Að þessu sinni var verð á stökum miða fyrir fullorðna og börn sem og verð á 10 miða kortum fyrir fullorðna skoðað á 15 stöðum og hækkun á verði milli kannanna reiknuð í prósentum. Upplýsingar um verð eru fengnar af vefsíðunni sundlaugar.is og verð síðan staðfest á vefsíðum viðkomandi bæja og sveitarfélaga.

Athygli vekur að sundmiðinn í Reykjanesbæ var sá ódýrasti í könnun DV árið 2014, þegar fullorðinn komst í sund fyrir 400 krónur. Verðið í dag er 700 krónur sem er nær því sem gengur og gerist víðast hvar annars staðar, en fjarri því að vera það lægsta lengur.

Víða mikil hækkun

Á sex af þeim fimmtán verðsvæðum sem DV skoðaði nú hafa sundmiðar fyrir fullorðna hækkað um 25 prósent eða meira milli kannana. Hækkun á sundmiðanum í Reykjavík milli kannana helgast einna helst af mikilli og umdeildri hækkun í október í fyrra þegar samþykkt var 38 prósenta hækkun á miðanum sem fór úr 650 krónum í 900 krónur. Var hækkunin útskýrð á þann veg að um væri að ræða lið í aðgerðaráætlun í fjármálum borgarinnar. Miðinn hafði kostað 600 krónur í könnun DV árið 2014.

10 miða sundkort fyrir fullorðinn einstakling er hvergi dýrara en í Kópavogi af þeim stöðum sem skoðaðir voru í könnun DV nú. Kortið þar kostar 4.900 krónur. Ódýrasta 10 miða kortið er á 3.700 krónur, í Mosfellsbæ og Reykjanesbæ.

Mismunandi er eftir sundstöðum á hvaða aldursbili þarf að greiða fyrir börn, sem og hvort öryrkjar og eldri borgarar fái frítt eða greiði barnagjald. Mesta hækkunin á stökum barnamiða milli kannana er í Hveragerði, þar sem verðið hækkaði um tæp 58 prósent.


Höfuðborgarsvæðið og nágrenni

Sundstaður Fullorðnir Hækkun Börn Hækkun 10 miðar fullorðnir Hækkun
Reykjavík 900 50% 140 (6-18) 7,7% 4.300 4,8%
Reykjanesbær 700 75% 150 (10-15) X 3700 13,8%
Hafnarfjörður 550 10% 140 (5-17) 16,6% 3.760 7,4%
Kópavogur 700 27% 150 (10-17) 0% 4.900 22,5%
Garðabær 600 36% 150 (11-17) 20% 3.900 11,4%
Seltjarnarnes 600 9% 120 (6-18) 0% 4.000 14,2%
Mosfellsbær 650 14% 150 (10-17) 3,4% 3.700 5,7%

Hækkun miðast við verðkönnun DV sem birtist í blaðinu 4. apríl 2014.


Landsbyggðin

Sundstaður Fullorðnir Hækkun Börn Hækkun 10 miðar fullorðnir Hækkun
Fjarðabyggð 700 16,6% 200 (6-17) 0% 4.000 8%
Ísafjarðarbær 590 7,2% 300 (6-18) 7,1% 4.700 6,8%
Akureyri 750 36% 200 0% 4.600 4,5%
Vestmannaeyjar 600 20% 190 (10-17) 5,5% 3.900 18,8%
Snæfellsbær 750 50% 200 0% 4.125 37,5%
Fljótsdalshérað 600 9% 270 8% 4.150 9,2%
Fjallabyggð 650 8,3% 300 0% 4.800 6,6%
Hveragerði 700 22,8% 300 57,8% 3.720 9,4%

Hækkun miðast við verðkönnun DV sem birtist í blaðinu 4. apríl 2014.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“