fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Neytendur

Þrjú börn látin vegna Malm-kommóða úr IKEA: Þórarinn brýnir fyrir fólki að nota veggfestingar

Malm-kommóðurnar á mörgum íslenskum heimilum – Þrjú dauðsföll hafa orðið í Bandaríkjunum

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 21. apríl 2016 11:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húsgagnaframleiðandinn IKEA hefur ítrekað viðvaranir sínar til viðskiptavina vegna kommóða úr Malm-línu fyrirtækisins. Þrjú börn hafa látist í Bandaríkjunum á undanförnum misserum eftir að hafa orðið undir kommóðunum.

Malm-kommóðurnar hafa verið til sölu í verslunum IKEA um allan heim, þar á meðal Íslandi. Í júlí í fyrra sendi fyrirtækið út viðvörun vegna þeirra, en þá höfðu tveir drengir á þriðja aldursári látist eftir að hafa orðið undir kommóðunum. Í febrúar lést svo þriðja barnið eftir að hafa dregið kommóðu yfir sig.

Þórarinn brýnir fyrir fólki að nota veggfestingarnar sem fylgja með.
Fólk noti festingar Þórarinn brýnir fyrir fólki að nota veggfestingarnar sem fylgja með.

Mikilvægt að nota veggfestingar

Á heimasíðu IKEA á Íslandi segir: „Það verður að festa þetta húsgagn við vegg með meðfylgjandi veggfestingum til að koma í veg fyrir að það detti fram fyrir sig ef barn klifrar eða hangir á því.“ Þá segir að mikilvægt sé að nota skrúfur sem henta veggjum heimilisins.

Í samtali við DV segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, að fyrirtækið hér á landi hafi ekki fengið nein skilaboð um að grípa ætti til einhverra ráðstafana vegna kommóðanna sem seldar hafa verið hér á landi. Hann segir að veggfestingar fylgi með kommóðunum og í leiðbeiningum komi skýrt fram að nota eigi festingarnar.
Hann brýnir fyrir fólki að festa kommóður, jafnt sem hillur og skápa, með veggfestingum til að koma í veg fyrir slys.

Þórarinn segir að þessar kommóður séu ekki hættulegri en aðrar kommóður, en segir aðspurður að tíðar fregnir af slysum og jafnvel dauðsföllum, megi rekja til þess að Malm-kommóðurnar eru líklega mest seldu kommóður í heiminum. „Það er hægt að velta þessu yfir sig og það á ekki bara við um kommóður heldur líka skápa, hillur og sjónvörp. Það er mikilvægt að fólk viðhafi varúð.“

Þrjú dauðsföll

Í febrúar síðastliðnum lést tuttugu og tveggja mánaða drengur í Bandaríkjunum, Ted McGee, eftir að Malm-kommóða féll ofan á hann á heimili hans í Minnesota í Bandaríkjunum. Kommóðan sem um ræðir var með sex skúffum.

Janet McGee, móðir drengsins, segir að hún hafi lagt drenginn til svefns en komið svo að honum nokkru síðar undir kommóðunni. Svo virðist vera sem hann hafi vaknað og dregið kommóðuna yfir sig. Í febrúar 2014 lést annar tveggja ára drengur, Curren Collas, þegar hann varð undir kommóða með sex skúffum og þremur mánuðum síðar lést 23 mánaða barn þegar Malm-kommóða með þremur skúffum féll ofan á það.

Viðvörunin sem IKEA sendi frá sér, og Daily Mail vitnar til, nær til 27 milljón eintaka sem IKEA hefur framleitt. Talsmaður IKEA í Bandaríkjunum segir við Daily Mail að í tilfelli McGee hafi kommóðan ekki verið fest við vegg eins og mælst er til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“