IKEA innkallar lampa: Hætta á rafstuði

Skemmdar rafleiðslur hafa fundist í GOTHEM-lömpum – Viðskiptavinir hvattir til að hætta notkun og skila þeim

Innkalllar alla GOTHEM-lampa.
IKEA. Innkalllar alla GOTHEM-lampa.

IKEA innkallar alla GOTHEM gólf- og borðlampa vegna hættu á rafstuði. Ákveðið var að innkalla lampanna eftir að skemmdir fundust á rafleiðslum í nokkrum þeirra. Skemmdar rafleiðslur geta leitt til þess að lampafóturinn leiði rafmagn og skapi þannig hættu.

Skemmdar rafleiðslur geta leitt til þess að lampafóturinn leiði rafmagn og skapi þannig hættu.
GOTHEM-Lampi. Skemmdar rafleiðslur geta leitt til þess að lampafóturinn leiði rafmagn og skapi þannig hættu.

Forsvarsmenn IKEA hvetja viðskiptavini sem eiga GOTHEM lampa til að taka þá úr notkun og skila þeim til IKEA. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að ekki sé nauðsynlegt að sýna kvittun til að fá endurgreiðslu.

Enn fremur segir að jafnvel þótt lampinn virki eðlilega, eru viðskiptavinir sem eiga GOTHEM lampa hvattir til að taka þá úr notkun og skila í IKEA. Lamparnir verða endurgreiddir að fullu.

GOTHEM lamparnir hafa verið seldir á öllum markaðssvæðum IKEA síðan í október 2015. Innköllunin nær til allra þriggja útgáfa af GOTHEM lampanum; tveggja borðlampa og eins gólflampa.

„Vöruöryggi er ávallt í fyrirrúmi hjá IKEA og við getum ekki hætt á að alvarlegri slys gerist. Þess vegna innköllum við GOTHEM lampana til að koma í veg fyrir slys og vekja athygli á mögulegum galla,“ segir í tilkynningunni.

IKEA hafa ekki borist tilkynningar um meiðsl á fólki en tilkynnt hefur verið um tvö tilvik frá viðskiptavinum og einu frá starfsmanni um vægt rafstuð. Ekki hefur verið tilkynnt um slíkt hér á landi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.