fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Neytendur

Með því að eyða þessu appi eykurðu rafhlöðuendingu símans um 15 prósent

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 9. febrúar 2016 09:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnst þér rafhlaðan ekki endast nógu lengi í símanum þínum? Eflaust svara margir þessari spurningu játandi, sérstaklega þeir sem nota símann mikið og þurfa að setja hann í hleðslu einu sinni á dag.

Staðreyndin er sú að mörg smáforrit, eða öpp, éta upp rafhlöðuna í símanum þínum og gera það að verkum að hún endist skemur en ella. Eitt vinsælasta smáforritið í farsímum nú til dags er Facebook-appið sem um milljarður jarðarbúa notar.

Í prófun sem breska blaðið Guardian framkvæmdi kom í ljós að með því að eyða Facebook-appinu og notast þess í stað við Facebook í vafra, til dæmis Safari-vafranum, var hægt að lengja rafhlöðuendingu símans um fimmtán prósent. Þetta er hægt bæði á Android-símum og símum með iOS-stýrikerfinu sem Apple notast við.

Undir lok síðasta árs bentu sérfræðingar í upplýsingatækni á að Facebook-appið krefjist talsverðrar orku jafnvel þó forritið sé ekki í notkun. Forsvarsmenn Facebook sögðust meðvitaðir um vandamálið og unnið væri að lagfæringu. Þrátt fyrir fögur fyrirheit er enn hægt að lengja líftíma hverrar hleðslu umtalsvert með því einu að eyða appinu.

Facebook-fíklar sem ekki geta verið án appsins geta farið aðrar leiðir til að lengja líftíma rafhlöðunnar. Skjárinn, eða öllu heldur birtan í skjánum, notar mikla orku og með því einu að minnka birtustigið er hægt að spara rafhlöðuna. Þá er hægt að loka forritum sem ekki er verið að nota. Það er hægt á iPhone-símum með því að smella tvisvar á miðjutakkann og draga appið sem er opið upp. Loks má geta þess að hægt er að slökkva á þráðlausa netinu og ekki láta símann titra þegar hann hringir eða móttekur skilaboð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“