fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Neytendur

Þetta þarftu að vita um útsölurnar

Ekki láta blekkjast af gylliboðum – Gerðu verðsamanburð og þekktu rétt þinn

Ritstjórn DV
Föstudaginn 30. desember 2016 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

1) Sex vikna hámark

Þegar vara eða þjónusta hefur verið auglýst á lækkuðu verði í sex vikur skal það kallast venjulegt verð. Um það kveða reglur Neytendastofu um útsölur. Þar stendur líka að skýrt skuli í auglýsingum taka fram hvaða vörur eða þjónusta er seld á lækkuðu verði.

2) Ekki kaupa óþarfa

Kauptu eitthvað sem þú hefðir keypt þótt það væri ekki á útsölu. Þetta er eitt af þeim atriðum sem finna má um útsölur á vef Fjármálaskólans. Að öðrum kosti gætir þú látið frá þér peninga í hluti sem þig vantar ekki. Ekki fara bara til að skoða eitthvað.

3) Verða að geta sannað lækkun

Það er beinlínis óheimilt að auglýsa vöru á útsölu nema um raunverulega verðlækkun sé að ræða. Verðmerkingin þarf að sýna skýrt hvert upprunalegt verð vörunnar var. Verslunin þarf að geta sýnt Neytendastofu fram á að hún hafi selt vöruna á því verði áður.

4) Mættu snemma

Vænlegast til árangurs er að mæta snemma á útsölu, samkvæmt Fjármálaskólanum. Þá er líklegast að finna það sem mann vantar, áður en það klárast. Algengustu stærðirnar, þegar kemur að fatnaði eða skóm, seljast fyrst.

5) Gerðu verðsamanburð

Flestar alvöru verslanir sýna verð á vörum á vefsíðum sínum. Aðrar gefa líka út auglýsingabæklinga sem rata inn um bréfalúgur fólks. Eitt mikilvægasta ráðið, til að átta sig á því hvort varan er á góðu verði, er að bera saman verð. Á netinu er það afar auðvelt. Gott er að gera verðsamanburð innanlands en ekki síður er gott að bera saman verð við útlönd. Pricerunner.co.uk, pricerunner.dk, og prisjakt.no eru dæmi um síður þar sem bera má saman verð með auðveldum hætti. Ekki láta glepjast af hárri hlutfallstölu þegar afsláttur er auglýstur.

6) Gerðu innkaupalista

Gott ráð áður en á útsölur er haldið er að gera innkaupalista og ræða við maka sinn eða vin, hvað þú ert tilbúinn til að greiða fyrir vöruna. Ef þú finnur vöruna ekki innan þeirra marka sem þú hefur sett þér hvað verð varðar, skaltu kaupa hana við annað tækifæri – ef þörf krefur.

7) Leitaðu í Bretlandi

Þannig háttar til að gengi íslensku krónunnar er afar sterkt um þessar mundir, ekki síst gagnvart pundinu. Í Bretlandi er því hægt að gera sérstaklega góð kaup. Verslanakeðjur eins og Tesco og Argos selja alls kyns varning á hagstæðu verði. Mundu að janúarútsölur eru ekki séríslenskt fyrirbrigði því um allan heim er hægt að gera frábær kaup á þessum árstíma. Pricerunner.co.uk er frábært verkfæri til að einfalda þér leitina – ef þig bráðvantar ekki vöruna strax.

8) „Takmarkað magn“

Í reglum Neytendastofu um útsölur kemur fram að verslanir mega ekki auglýsa „takmarkað magn“ vöru nema tilgreina hversu mikið magn stendur til boða. Þá mega verslanir ekki segja að eitthvað fylgi ókeypis með – eða sé gjöf – þegar um kaupauka með vöru sem þú greiðir fyrir er að ræða.

9) 14 daga skilaréttur

Neytendasamtökin hafa gagnrýnt það harðlega að útsölur hefjist svo skömmu eftir jól – svo neytendum gefst ekki tími til að skila vöru og fá fullt verð endurgreitt. Í verklagsreglum viðskiptaráðuneytisins um skilarétt kemur fram að réttur til að skila ógallaðri vöru skuli að minnsta kosti vera 14 dagar frá afhendingu. Ekki þarf að framvísa kvittun þegar gjafamerki er á vörunni. Inneignarnótur skuli miðast við upprunalegt verð. Þá segir í reglunum að inneignarnótur og gjafabréf skuli gilda í allt að fjögur ár frá útgáfudegi.

10) Rýmingarsölur

Algengt er að sjá auglýsingar um rýmingarsölur. Í reglum Neytendastofu kemur fram að aðeins skuli auglýsa rýmingarsölu þegar verslun hættir eða hættir sölu tiltekins vöruflokks. „Rýmingarsala skal ekki standa yfir í lengri tíma og eigi hún einungis við um takmarkað vöruúrval skal það tekið skýrt fram í auglýsingum og varan höfð aðgreind frá öðrum vörum. Vara sem seld hefur verið í rýmingarsölu skal ekki selja síðar á fullu verði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“