Þetta þarftu að vita um útsölurnar

Ekki láta blekkjast af gylliboðum - Gerðu verðsamanburð og þekktu rétt þinn

Ekki er allt sem sýnist þegar kemur að útsölum. Um þær gilda strangar reglur.
Lækkað verð? Ekki er allt sem sýnist þegar kemur að útsölum. Um þær gilda strangar reglur.
Mynd: 123rf.com

1) Sex vikna hámark

Þegar vara eða þjónusta hefur verið auglýst á lækkuðu verði í sex vikur skal það kallast venjulegt verð. Um það kveða reglur Neytendastofu um útsölur. Þar stendur líka að skýrt skuli í auglýsingum taka fram hvaða vörur eða þjónusta er seld á lækkuðu verði.

2) Ekki kaupa óþarfa

Kauptu eitthvað sem þú hefðir keypt þótt það væri ekki á útsölu. Þetta er eitt af þeim atriðum sem finna má um útsölur á vef Fjármálaskólans. Að öðrum kosti gætir þú látið frá þér peninga í hluti sem þig vantar ekki. Ekki fara bara til að skoða eitthvað.

3) Verða að geta sannað lækkun

Það er beinlínis óheimilt að auglýsa vöru á útsölu nema um raunverulega verðlækkun sé að ræða. Verðmerkingin þarf að sýna skýrt hvert upprunalegt verð vörunnar var. Verslunin þarf að geta sýnt Neytendastofu fram á að hún hafi selt vöruna á því verði áður.

4) Mættu snemma

Vænlegast til árangurs er að mæta snemma á útsölu, samkvæmt Fjármálaskólanum. Þá er líklegast að finna það sem mann vantar, áður en það klárast. Algengustu stærðirnar, þegar kemur að fatnaði eða skóm, seljast fyrst.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.