100 milljónir af skattfé til að koma í veg fyrir verðlækkun á lambakjöti

Stjórnvöld kosta markaðsátak vegna lambakjöts - 100 milljónir til verksins

Mynd: © DV ehf / Stefán Karlsson

Í fjáraukalagafrumvarpi fjármálaráðherra er lagt til að 100 milljónum verði varið til að markaðssetja lambakjöt í útlöndum. Það sé nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að verð lækki á Íslandi seinnipart vetrar eða næsta haust. RÚV greinir frá þessu.

Haft er eftir formanni Neytendasamtakanna, Ólafi Arnarsyni, að hann sé gáttaður vegna málsins. Þarna séu stjórnvöld að verja peningum til að halda uppi verðlagi á Ísandi. Í skýringum með frumvarpinu kemur fram að selja þurfi um 800 tonn úr landi. Að öðrum kosti geti orðið uppnám á innlendum markaði. Uppnámið virðist felast í verðlækkun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.