Neytendur

Farþegafjöldi WOW air jókst um 139% í október

Nýjir áfangastaðir í Bandaríkjunum

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 8. nóvember 2016 13:30

WOW air flutti 175.222 farþega til og frá landinu í október eða um 139% fleiri farþega en í október árið 2015. Þá var sætanýting WOW air 86% en var 88% í október á síðasta ári. Sætanýting helst svipuð þrátt fyrir 151% aukningu á sætaframboði milli ára.

Auking ferðamanna

Aukning á framboðnum sætakílómetrum hjá WOW air til og frá Norður Ameríku var 354% á milli ára en á sama tíma jókst ferðamannastraumur þaðan til Íslands um 127%. Samkvæmt tölum Ferðamálastofu er aukning ferðamanna frá N-Ameríku milli ára umtalsvert meiri en frá öðrum skilgreindum markaðssvæðum.

„Við erum afar ánægð með að sjá að markaðsaðgerðir okkar í N-Ameríku skila sér í jafn beinum hætti og eru að birtast í þessum tölum. Með auknu framboði á ódýrum sætum til Íslands og áfram til Evrópu eru sífellt fleiri að sjá sér fært að heimsækja okkur. Þetta er ekki bara frábært fyrir WOW air heldur fyrir íslenskan efnahag í heild sinni,“

segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air.

Sókn WOW air eykst í Bandaríkjunum

Sókn WOW air í Bandaríkjunum mun aukast næstu mánuði. Þann 23. nóvember mun félagið fljúga sitt fyrsta flug til New York en einnig voru nýlega tilkynntir tveir nýjir áfangastaðir í Bandaríkjunum, Miami og Pittsburgh. Auk þess verður flugum til og frá Los Angeles og San Francisco fjölgað frá og með næsta vori.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Neytendur
12.11.2017

Dauðinn er dýr

Kostnaðurinn allt að 1,5 milljónir – Gríðarleg fjölgun á útförum í kyrrþey

Dauðinn er dýr
Neytendur
28.05.2017

Sara fór í Costco: „Það er búið að hafa okkur að algjörum fíflum“ – Sjáðu verðmuninn

Sara fór í Costco: „Það er búið að hafa okkur að algjörum fíflum“ – Sjáðu verðmuninn
Neytendur
09.05.2017

Innflutningur á drykkjarvörum í uppnámi vegna séríslenskrar kröfu um lóðrétt strikamerki

Innflutningur á drykkjarvörum í uppnámi vegna séríslenskrar kröfu um lóðrétt strikamerki
Neytendur
10.04.2017

Páskaeggjasmökkun DV: Þetta eru bestu páskaeggin

Egg með sérstöðu sköruðu fram úr – Of mikil einsleitni í páskeggjaflórunni – Lakkrísinn misvinsæll

Páskaeggjasmökkun DV: Þetta eru bestu páskaeggin
Neytendur
30.03.2017

Ólöglegum og hugsanlega hættulegum tuskudýrum verður fargað

Ólöglegum og hugsanlega hættulegum tuskudýrum verður fargað
Neytendur
25.03.2017

Hægt að velja á milli níu erlendra borga fyrir sama verð og til Akureyrar

Hægt að velja á milli níu erlendra borga fyrir sama verð og til Akureyrar