fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Neytendur

Ekki skola flúornum burt með gagnslitlum vörum

Forðastu tannhirðuvörur sem framleiddar eru fyrir svæði þar sem drykkjarvatn er flúorbætt – Verið upplýst um gildandi viðmið

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 6. nóvember 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta getur verið villandi og maður heldur kannski að maður sé að gera gott en það er ekki alltaf svo einfalt,“ segir Vilhelm Grétar Ólafsson tannlæknir sem tekur undir það að munnskol með ófullnægjandi flúormagni geti minnkað gagnsemi tannburstunar. Fólk geti með því að nota slíkt munnskol í góðri trú eftir tannburstun verið að skola burt flúornum úr tannkreminu sem ætti annars að fá að sitja lengur á tönnunum. Vilhelm segir að í hillum verslana séu margar vörur sem framleiddar eru fyrir svæði þar sem drykkjarvatn er flúorbætt og því flúormagnið í vörunum lægra. Mikilvægt sé fyrir neytendur að þekkja við hvað þeir eigi að miða þegar tannhirðuvörur eru keyptar.

Misgagnlegar vörur

DV fjallaði í síðasta blaði um tiltekin dæmi þess að munnskol og tannkrem sem markaðssett eru sérstaklega fyrir börn standist alls ekki kröfur um það flúormagn sem embætti Landlæknis mælir með.

Vilhelm Grétar Ólafsson tannlæknir segir mikilvægt fyrir fólk að vita við hvað skal miða þegar munnskol og tannkrem er keypt.
Verið upplýst Vilhelm Grétar Ólafsson tannlæknir segir mikilvægt fyrir fólk að vita við hvað skal miða þegar munnskol og tannkrem er keypt.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Þetta er eitthvað sem ég sjálfur segi stundum við mína sjúklinga. Munnskol getur verið gagnlegt hjálpartæki en það er ekki sama hvernig það er notað og af hverjum. Og einmitt þetta, flúormagnið í munnskoli getur verið mismunandi. Þú getur verið að skola burt flúornum úr tannkreminu, að sumu eða jafnvel öllu leyti. Munnskol með réttu flúormagni er í góðu lagi eftir tannburstun barna. En rétt er að kynna sér innihaldið fyrst.“
Vilhelm segir að það sé mikið af vörum á markaði sem erfitt geti verið fyrir fólk að átta sig á að sé jafnvel gagnslaust. Hann tekur ýmiss konar vörur til lýsa tennur sem dæmi.

„Það eru alls konar hvíttunarvörur í hillum verslana og apóteka. Sumar hverjar gera ekkert gagn meðan aðrar gera það. En allt er þetta í sömu hillunni. Þetta getur verið villandi.“

Framleitt fyrir flúorbætt drykkjarvatn

DV bar upplýsingarnar á vörunum sem fjallað var um í þriðjudagsblaðinu undir Vilhelm sem telur víst að umræddar vörur séu framleiddar fyrir markaðssvæði þar sem drykkjarvatn er flúorbætt.

Hann segir rétt athugað að mikill breytileiki sé á flúormagni tannkrema og munnskols sem selt er hér á landi, bæði fyrir fullorðna og börn. Ástæðan sé sú að víða í heiminum, til að mynda á mörgum svæðum í Bandaríkjunum, sé drykkjarvatn flúorbætt.

„Það var gert til að minnka tannskemmdartíðni – sem var verulega há – á þessum svæðum. Það bar góðan árangur og er enn gert víða. Sökum þess að drykkjarvatn er flúorbætt á þessum svæðum hafa verið framleiddar tannhirðuvörur, bæði tannkrem og munnskol, með lægri flúorstyrk en lýðheilsuviðmið víðast hvar segja til um. Það er gert til að forðast ofskömmtun flúors,“ segir Vilhelm og bendir á að lýðheilsuviðmið um flúormagn séu víðast hvar svipuð og að þau sem embætti Landlæknis gefur út hér séu byggð á sterkum vísindalegum grunni. Viðmiðin hér séu svipuð og á hinum Norðurlöndunum þar sem flúor hefur almennt ekki verið bætt í drykkjarvatn.

Verið upplýst um viðmiðin

„Hins vegar er það svo að margs konar tannhirðuvörur eru víðast hvar til í hillum verslana, hvort sem flúor er í drykkjarvatni í viðkomandi landi/landsvæði eður ei. Það þarf því að benda fólki á að kaupa frekar þær vörur sem fylgja gildandi viðmiðum á hverju svæði. Ef veikari efni eru notuð er hins vegar hægt að bæta fyrir það með því að auka eilítið magnið sem sett er á burstann, en fara þarf varlega í það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“