fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Neytendur

Aloe vera skandall skekur Bandaríkin

Lykilinnihaldsefni vantaði í vörur sem seldar eru hjá þremur verslunarrisum Vestanhafs

Ritstjórn DV
Laugardaginn 26. nóvember 2016 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknir sem gerðar voru á aloe vera geli sem selt er í nokkrum af stærstu verslunarkeðjum Bandaríkjanna leiddu í ljós að í einhverjum tilfellum fannst ekki snefill af aloe vera plöntunni í þeim.

Það var Bloomberg-fréttastofan sem fékk rannsóknarstofu til að prófa tilteknar aloe vera vörur frá Walmart, Target og CVS. Leitað var eftir þremur lykilefnum sem gefa til kynna tilvist aloe vera plöntunnar í vörunum. Það sem hins vegar fannst var efnið maltoextrin, sem er mun ódýrara efni og stundum er notað í staðinn fyrir aloe vera.

Prófanir á aloe vera geli frá Walgreens leiddu í ljós tilvist eins þessara efna, eplasýru, sem sérfræðingar segja þó að sé ekki nóg til að staðfesta að gelið sé unnið úr aloe vera plöntunni. Á öllum vörunum var plantan listuð sem annað hvort fyrsta eða annað innihaldsefni, á eftir vatni.

Aloe vera birgja Vestanhafs hafa véfengt niðurstöður rannsóknarinnar, meðal annars Fruit of the Earth og í yfirlýsingu frá CVS og Walmart segjast keðjurnar báðar standa með birgjum sínum. Target vildi ekki tjá sig um málið og vísaði í yfirvofandi málshöfðun vegna umfjöllunarinnar.

Aloe vera hefur verið notað í árþúsundir vegna græðandi eiginleika plöntunnar. Joe Barrie, einn forsvarsmanna AloeCorp, eins stærsta aloe vera púðurbirgja Bandaríkjanna, segir að verðlagning margra keppinauta hans sé grunsamleg. Þeir geti í einhverjum tilvikum boðið helmingi lægri verð en AloeCorp sem þó bjóði lág verð og gefur í skyn að það sem keppinautarnir selji bara alls ekki aloe vera púður- sem notað er í gelið.

Bendir hann á að það taki hátt í hundrað kíló af aloe vera laufum til að framleiða hálft kíló af púðri. Allt sé þetta gert með höndum og framleiðslan því bæði dýr og krefjist mikils mannafla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“