fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Neytendur

Easyjet óstundvísasta flugfélagið

Að easyjet undanskildu bæta öll flugfélög stundvísi sína

Kristín Clausen
Föstudaginn 7. október 2016 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dohop hefur skoðað stundvísi þeirra fimm flugfélaga sem eru með mest af áætlunarflugi frá Keflavíkurflugvelli í nýliðnum mánuði. SAS tekur nú við af þýska flugfélaginu Air Berlin sem stundvísasta flugfélagið.

Um 91% áætlaðra flugferða SAS voru á réttum tíma í september, en í ágúst var sú tala 69%.

Að easyjet undanskildu bæta öll flugfélög stundvísi sína mikið, þannig að í september voru að jafnaði átta af hverjum tíu áætluðum brottförum og lendingum á réttum tíma, en voru 64% í ágúst og ekki nema 54% í júlí.

Hér að ofan má sjá hlutfall lendinga og brottfara sem voru á réttum tíma hjá flugfélögunum ásamt meðaltöf í mínútum, sem einnig hefur minnkað mikið.

Þannig voru ekki bara færri tafir, heldur voru þær mun styttri en síðustu tvo mánuði.
Stundvísustu flugfélögin í september

Þegar heildarstundvísi er skoðuð, þ.e. þegar allt flug er skoðað burtséð frá því hvort um komuflug eða brottför er að ræða, sést að SAS var stundvísasta flugfélagið í september.
Íslensku flugfélögin tvö, WOWair og Icelandair, eru í 3. og 4. sæti þegar allt flug er tekið saman.

Delta heldur ekki lengur úti nógu reglulegu áætlunarflugi til að hægt sé að reikna stundvísi þess á marktækan hátt og því ekki með að þessu sinni.

Hér má sjá breytinguna sem varð á milli mánaða, en flugfélögin voru áberandi mikið stundvísari í september en í ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanNeytendur
24.04.2020

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19

Matvöruverð hefur hækkað umtalsvert frá upphafi Covid-19
EyjanNeytendur
12.04.2020

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“

Síminn stoppar ekki hjá Neytendasamtökunum – „Hefur orðið alger sprenging“
Neytendur
09.02.2020

Hvað er málið með örorkubætur?

Hvað er málið með örorkubætur?
Neytendur
02.02.2020

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár

8 hagnýt ráð til að hafa í huga við gerð ferilskrár
EyjanNeytendur
23.07.2019

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“

Kjúklingaáleggið frá Kjarnafæði sagt innihalda 80% grísakjöt – „Skandall drepinn í fæðingu“
EyjanNeytendur
01.07.2019

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“

Blöskrar verðið á vinsælu íslensku nammi í Iceland verslun: „Er búið að leggja sykurskattinn á ?“
EyjanNeytendur
06.05.2019

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn

Bíleigendur greiða nær alla útblástursskatta á Íslandi en eru einn minnsti mengunarvaldurinn
EyjanNeytendur
02.05.2019

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“

Einar skýtur föstum skotum að Sorpu – „Hvetjum til ábyrgari afstöðu með umhverfinu“