Gítarhátíð í Reykjavík

Erlendir gestir - Námskeið í boði

Duo Amythis
Duo Amythis

Midnight Sun gítarhátíðin verður haldin í þriðja sinn í Reykjavík, helgina 8.-10. maí. Erlendir gestir hátíðarinnar að þessu sinni eru Tal Hurwitz frá Ísrael sem mun m.a leika dúett með Ögmundi Þór Jóhannessyni, og Duo Amythis sem samanstendur af Véronique van Duurling frá Belgíu og Harold Gretton frá Ástralíu.

Tónleikarnir verða haldnir í Sölvhóli, í Listaháskóla Íslands við Sölvhólsgötu 13.
Tal og Ögmundur spila föstudaginn 8. maí kl. 20:00, og Duo Amythis laugardaginn 9. maí kl. 20:00.

Hátíðinni lýkur með galakvöldi sem verður haldið sunnudaginn 10. maí kl. 20:00 í Sölvhóli. Þar munu nemendur sem sækja hátíðina koma fram, auk þess sem listamenn hátíðarinnar heiðra samkomuna.

Miðar verða seldir við dyrnar á 2.500 kr.

Auk tónleikahalds, verða haldin nokkur námskeið í tengslum við hátíðina, í samstarfi við LHÍ. Véronique van Duurling, Harold Gretton, Ögmundur Þór Jóhannesson og Tal Hurwitz munu öll bjóða upp á námskeið.

Frekari upplýsingar um tónleikana og námskeiðin má finna á heimasíðu hátíðarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.