Nýtt lag og myndband frá Of Monsters And Men

Nýtt myndband við lagið Empire hefur litið dagsins ljós

Guðrún syngur af mikilli innlifun í nýjasta tónlistarmyndbandi Of Monsters And Men.
Guðrún Bjarnadóttir Guðrún syngur af mikilli innlifun í nýjasta tónlistarmyndbandi Of Monsters And Men.

Hljómsveitin Of Monsters And Men sendi í gær frá sér nýja smáskífu, sem ber heitið Empire og er af væntanlegri plötu sveitarinnar, Beneath the skin, sem kemur út í júní.

Myndbandið er svokallað texta-myndband, þar sem texti lagsins er birtur meðfram myndbandinu, en hljómsveitin hefur þegar gefið út tvö slík myndbönd sem vakið hafa mikla athygli.

Í nýja myndbandinu sést leikkonan Guðrún Bjarnadóttir syngja með af mikilli innlifun, en áður hafa Siggi Sigurjóns og Atli demantur sungið með.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.