Áhrifaríkt myndband rappara um kynþáttahatur

3D Na' Tee kveður sér hljóðs með eftirminnilegum hætti

Rappettan 3D Na'Tee sendi frá sér áhrifaríkt myndband á Aðfangadag hvar hún deilir harkalega á kynþáttahatur gegn afrísk-amerísku fólki í Bandaríkjunum.

Tónlistarkonan er nokkuð þekkt innan rappsenunnar og hefur hún verið viðloðandi rappbransann frá því árið 1994 þá aðeins átta ára gömul. Hún hefur unnið með mörgum fremstu stjörnum bransans, Lil Kim og Nicki Minaj þar á meðal.

Leggja sitt á vogarskálarnar

Líkt og margreint hefur verið frá sauð uppúr á dögunum eftir tilefnislausa skothríð lögreglunnar á hinn unga Michael Brown sem síðar lést af völdum skotsáranna. Hefur málið (Ferguson) valdið mikilli ólgu í samfélögum blökkufólks og annarra. En lögreglan var ekki látin sæta ábyrgð.

3D Na'Tee bætist þar með í hóp fjölmargra listamanna sem hafa brugðist við aukinni hörku lögreglu gegn blökkufólki og rísandi kynþáttahyggju í Bandaríkjunum.

Áður hafa listamenn á borð við Lauren HIll og D´Angelo sent frá sér efni til stuðnings við baráttu blökkufólks þar ytra.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan en það er ekki fyrir viðkvæma.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.