Leynigesturinn afhjúpaður

Síðasti sjens er handan hornsins. Leynigestur kvöldsins er ekki af verri endanum.

Þessi mynd er tekin á tónleikunum Gætum garðsins hvar Stefson bræður stigu á stokk.
Retro Stefson spila iðulega fyrir fullu húsi Þessi mynd er tekin á tónleikunum Gætum garðsins hvar Stefson bræður stigu á stokk.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Tónleikarnir Síðasti Sjens, sem fram fara í Gamla bíó þann 30. Desember næstkomandi, verða stjörnum prýddir að venju. Mesta athygli vekur þó án efa þátttaka leynigests kvöldsins sem er ungstirnið MC Plútó.

Lítið hefur heyrst frá rapparanum síðustu ár en hann sló rækilega í gegn með laginu Stelpur þá aðeins ellefu ára gamall.

Líkt og áður hefur verið greint frá á DV Músík er Síðasti sjens árviss viðburður á vegum Retro Stefson fjölskyldunnar. Í ár koma fram, auk Retro og Plútó, Young Karin, Hermigervill og Uni Stefson.

Hér má sjá myndbandið við Stelpur:

Og hér má skoða Plútó á sínum fyrstu tónleikum árið 2007.

Miða er hægt að nálgast í gegnum tix.is

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.