Athyglisvert jólalag

Grimes sendir frá sér Christmas song II (grinch)

Kanadíska tónlistarkonan Grimes sendi frá sér fremur ó-jólalegt jólalag fyrir fáeinum dögum. Lagið ber heitið Christmas Song II (grinch) og er að sögn söngkonunnar alveg laust við alla eftirvinnslu.

„Gleðilega hátíð. Þetta jólalag inniheldur eitthvað að blótsyrðum svo það er ekki æskilegt að spila það fyrir börn. Allavega - nú ætla ég að senda reglulega frá mér nýtt efni vegna þess að platan mín tekur svo langan tíma í vinnslu og ég gerði svo mörg lög sem fóru ekki á hana en mér þykja skemmtileg engu að síður. Þetta lag gerði ég með stjúpbróður mínum, Jay Worthy en við gerum jólalag á hverju ári til þess að sleppa við skyldu-máltíðina. Þetta er EKKI að finna á plötunni minni, ekki alvarlegt listaverk í neinum skilningi og ekki opinbert Grimes efni.

Við unnum þetta lag á tveimur klukkustundum svo ég biðst velvirðingar á slælegri framleiðslunni. Að auki hefur þetta hvorki verið hljóðblandað né tónjafnað."

Grimes er sem áður sagði kanadísk að uppruna. Hún vakti gríðarlega athygli á síðasta ári fyrir lag sitt Genesis og gaf hún út plötu í kjölfarið sem seldist í bílförmum.

Jólalagið óhefðbundna má heyra hér:

Genesis má heyra hér:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.