Joey Bada$$ sendir frá sér nýtt lag

Hlustaðu hér!

Mynd: © David Daub

Rapparinn ungi Joey Bada$$ sendi frá sér lagið Curry Chicken á Þorlásmessu. Lagið er óður til barnæsku hans og er að finna á væntanlegri plötu, B4.DA.$$ sem kemur út þann 20. janúar næstkomandi.

Rapparinn hafði þetta að segja við útgáfu lagsins:

„Karrí kjúklingur var uppáhalds maturinn minn sem barn. Ég er afar þakklátur að komast heim í tæka tíð fyrir hátíðarnar. Það jafnast ekkert á við að deila þessum gullnu stundum í faðmi fjölskyldunnar og þá skemmir það ekki fyrir að fá borða allan góða matinn. Þetta lag er jólagjöfin mín til ykkar, ég pakkaði henni inn í Bada$$-flæði. Gleðileg jól."

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.