Síðasti Sjens handan hornsins

Haldin í Gamla Bíó 30. desember. Fram koma: Uni Stefson. Young Karin, Hermigervill og Retro Stefson

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Tónlistarhátíðin Síðasti Sjéns hefur verið haldin síðustu fimm árin við góðar undirtektir. Í ár dregur til tíðinda þar sem Sjénsinn flytur sig úr Vodafonehöllinni og niður í miðbæ, nánar tiltekið í Gamla Bíó.

„Síðasti Sjens er fyrst og fremst stuð og gleði! Sjensinn hefur verið haldinn sl. 5 ár hefur stemmingin verið engu lík. Núna flytur Sjensinn aftur í miðbæinn í hið frábæra Gamla Bíó sem að öðrum ólöstuðum er skemmtilegasti tónleikastaður landsins,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum tónleikanna.

Á tónleikunum sem haldnir verða þann 30. desember næstkomandi, spila sem áður: Retro Stefson en auk þess koma fram Young Karin, Hermigervill og Uni Stefson

Retro Stefson hefur ekki komið mikið fram að undanförnu en á tónleikunum mun sveitin flytja efni af væntanlegri plötu í bland við gamalt og þekkt efni.

Þá mun Hermigervill flytja efni af nýútkominni plötu.

Hægt er að nálgast miða í gegnum tix.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.