Bregst við listrænni „nauðgun“

Drottning poppsins sendir frá sér sex lög af komandi plötu.

Seinni part síðustu viku láku nokkur lög af komandi plötu Madonnu, Rebel Heart. Söngkonan fór hörðum orðum um gjörninginn og sagðist vera fórnarlamb „listrænnar nauðgunar.“

Til þess að bregðast við lekanum hefur hún sent lögin frá sér hljóðjöfnuð og tilbúin með svohljóðandi orðsendingu:

„Ég var að vonast til þess að geta sent frá mér lagið Living For Love næsta Valentínusardag, og afganginn af plötunni snemma næsta vor. Ég myndi kjósa að aðdáendur mínir heyrðu lögin mín full kláruð í stað þeirra sem nú eru í umferð. Endilega lítið á þessi sex lög sem snemmbúna jólagjöf frá mér til ykkar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.