Söngvarinn Joe Cocker látinn

Mynd: CC 3.0 - Ivan Aivanova

Breski blús- og rokksöngvarinn Joe Cocker lést í dag. Cocker var best þekktur fyrir kraftmikla rödd sína og flutning á vinsælum lögum annarra, sérstaklega Bítlalögum, þ.á.m. „With A Little Help From My Friends,” sem komst í fyrsta sæti á vinsældarlistum í Bretlandi 1968. Cocker flutti lagið á Woodstock-hátíðinni alræmdu árið 1969 við góðar undirtektir.

Árið 1975 sendi Cocker frá sér smellinn „You Are So Beautiful” sem náði miklum vinsældum í Bandaríkjunum. Þá hlaut hann Grammy-verðlaun árið 1983 fyrir dúettinn „Up Where We Belong” sem hann flutti ásamt Jennifer Warnes. Árið 2008 var hann heiðraður með Orðu breska heimsveldisins (OBE) fyrir framlag sitt til tónlistar.

Umboðsmaður Cocker sagði að söngvarinn hefði látist úr ótilgreindum sjúkdómi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.