Moses Hightower og Dillalude á Kex í kvöld

Mynd: Davíð Þór Guðlaugsson

Hljómsveitirnar Moses Hightower og Dillalude halda tónleika á Kex Hostel í kvöld, mánudagskvöld. .

Moses Hightower þarf vart að kynna en þeir gáfu út eina af rómuðustu breiðskífu ársins 2012, Önnur Mósebók,. Fyrsta breiðskífa þeirra, Búum til börn, kom út árið 2010 og hafa þær báðar hlotið einróma lof og unnið til Íslensku tónlistarverðlaunanna og Úrvalslista Kraumslistans.

Hljómsveitin Dillalude er tiltölulega ný af nálinni og er fjögurra manna instrumental hip hop sveit úr Reykjavík. Sveitin, líkt og nafnið gefur til kynna er einskonar óður meðlima til pródúsentsins J Dilla sem þykir einn af merkustu hip hop pródúsentum samtímans. J Dilla féll hann frá langt um aldur fram fyrir átta árum.

Meðlimir Dillalude eru fjórir eru þeir Ari Bragi Kárason, Benedikt Freyr Jónsson, Magnús Trygvason Elíassen og Steingrímur Teague.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og er frítt inn á meðan húsrúm leyfir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.