Gísli Pálmi er ískaldur í nýju lagi: „Nýja GP......VÁ“

Mynd: Skjáskot af YouTube

Rapparinn Gísli Pálmi hefur sent frá sér nýtt myndband við lagið Ískaldur. Virðist ríkja ánægja með lagið og myndbandið, ef marka má ummæli notenda á Twitter í kvöld.

„Loksins komið nýtt stöff frá GP! #ískaldur,“ segir Katrín Atladóttir, forritari hjá CCP.

Þá er Halldór Halldórsson, einnig þekktur sem Dóri DNA, líka hrifinn.

„Nýja GP......VÁ,“ segir Dóri. „Er búinn að horfa á ískaldur fjórum sinnum í röð,“ segir Dóri jafnframt.

Hér fyrir neðan má sjá umrætt myndband, sem framleitt er af Glacier Mafia.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.