Emmsjé og Logi Pedro boða samstarf á nýju ári

Rapparinn Emmsjé Gauti tilkynnti um samstarf við tónlistarmannin Loga Pedro Stefánsson úr Retro Stefson, á Facebook á dögunum. Lofaði hann „bombu“ á næsta ári.

„2014 er búið að vera frekar sturlað ár. Takk fyrir mig! Það kemur nýtt lag/video frá mér og Loga Pedro snemma á næsta ári sem verður fyrsti singull af plötu sem kemur út seinna sama ár,“ segir Emmsjé, eða Gauti Þeyr Máson eins og hann heitir með réttu.

Samvinna þeirra er ef vill ekki svo langsótt í ljósi þess að þeir eru góðir vinir. Þá er Logi Pedro jafnframt annar tveggja meðlima hljómsveitarinnar Young Karin ásamt Karin Sveinsdóttur sem er einmitt litla systir Gauta.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.