D'Angelo flýtti útgáfu vegna niðurstöðu Ferguson-málsins

Plata D'Angelo, Black Messiah sem kom nokkuð óvænt út í vikunni átti ekki að koma út fyrr en á næsta ári samkvæmt viðtali við R&B-stjörnuna í New York Times.

Útgáfu plötunnar var að sögn söngvarans flýtt vegna yfirvofandi mótmæla í Bandaríkjunum vegna niðurstöðu í Ferguson-málinu.

Málið varðar tilefnislausa skothríð lögreglunnar á hinn unga Michael Brown sem síðar lést af völdum skotsára og hefur valdið mikilli ólgu í samfélögum blökkufólks og annarra. Fjölmargir listamenn hafa lagt baráttunni lið með tónlist, ræðum eða opinberum yfirlýsingum.

Ákvörðun bandarískra yfirvalda að sakfella lögregluna, Darren Wilson sem myrti Brown ekki, heldur vísa máli hans frá dómi varð til þess að D'Angelo hringdi í umboðsmann sinn og saman tóku þeir ákvörðun um að þeir yrðu að gera eitthvað. „Ég verð að segja eitthvað, ég þarf að tjá mig strax,“ mun söngvarinn hafa sagt við umboðsmanninn.

Allt tiltækt upptökulið vann því að útgáfunni, baki brotnu svo að platan yrði tilbúin í tíma. Hún hefur fengið einróma lof og var af valnefnd DV Músík valin ein af erlendu plötum ársins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.