Íslandsvinurinn Hopsin hættur í tónlist

Tilkynnir endalok tónlistarferilsins á Facebook. Fluttur til Ástralíu.

Rapparinn Hopsin hefur lagt hljóðnemann á hilluna og segist ekki munu snúa aftur í bransann. Þetta tilkynnti hann í gærkvöldi á Facebooksíðu sinni.

„Ég vil byrja á því að þakka ykkur fyrir veittan stuðning síðustu ára. Mörg ykkar hafa sagt mér sögur af því hvernig ég hafi breytt lífi ykkar. Þið hafið líka breytt lífi mínu á vegu sem þið munuð aldrei geta gert ykkur í hugarlund,“ segir hann og kveðst jafnframt vera fluttur til Ástralíu.

„Því miður er komið að flutningum mínum til Ástralíu. Undanfarin tvö ár hef ég komist að þeirri niðurstöðu að þessi starfsvettvangur er ekki fyrir mig, ég ætla því á vit nýrra ævintýra lífsins. Ég mun alltaf vera „MC“ í hjarta mínu, en þetta rapp er ekki fyrir mig.“

Þá óskar hann samstarfsmönnum sínum og kollegum góðs gengis.
„Ég vona að þið virðið ákvörðun mína. Ég hef afsalað mínum helmingi fönk útgáfu minnar til meðeiganda míns, Dame. Ég vil einnig nota tækifærið og óska Swizz, Dizzy Wright og Jarren Benton góðs frama. Takk fyrir mig, öll. Ég er farinn!“

Tilkynning Hopsins virðist hafa komið mörgum í opna skjöldu. Sem kunnugt hefur hann spilað á Íslandi í tvígang fyrir tilstuðlan DJ Óla Geirs.

Hér má sjá innlegg Hopsins á Facebook:


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.