Hey, manstu eftir þessu?

Throwback Thursday á DV Músík

Það er oft gaman að líta yfir farinn veg og því ætlum við á DV Músík að taka þátt í „Throwback Thursday“ eða Fortíðar-fimmtudegi, vefmiðlanna. Okkar allra fyrsta framlag er kókaínsvitaleginn slagari frá konungum klámkynslóðarinnar Dr. Mister & Mr. Handsome.

Sveitin var stofnuð af þeim Ívari Erni Kolbeinssyni og Guðna Rúnari Gunnarssyni í kringum áramótin 2004/2005. Það kemur kannski ekki á óvart en hljómsveitin var (frum)mynduð í kjallara nokkrum í Norðurmýrinni eftir nokkurra daga svallveislu þeirra félaga ásamt ónefndri blaðakonu.

Partístjörnur Íslands

Frægðarsól Ívars og Guðna reis hratt í kjölfarið og árið 2006 höfðu þeir félagar bætt tveimur meðlimum í bandið, þeim Agli Tómassyni og Pétri Jökli Jónassyni og orðið að einni allra vinsælustu danspoppsveit landsins.

Í júní 2006 sátu þeir í fyrsta sæti á netlista Tónlist.is í nokkrar vikur með lagi sínu Is it Love. Þar veltu þeir úr sessi poppprinsessunni Ragnheiði Gröndal sem setið hafði á toppnum með lag sitt „Með þér“ sem kalla mætti einkennislag hennar á þessum tíma.

Þess má geta að drengirnir (sem þarna höfðu ekki einu sinni gefið út plötu) náðu þeim ótrúlega árangri að ná fjórum lögum á þennan sama lista, í einu. Og er það einsdæmi eftir því sem við komumst næst.

Platan sem hét „Dirty, Slutty Hooker Money“ kom út tæpu ári síðar en viðtökurnar þó ekki eins og ætla mætti. Tók þá að halla undan fæti hjá þeim vinum, einkum vegna vímuefnaneyslu og annarra smáglæpa. Leiðir þeirra skildu að lokum en hafa þeir félagar báðir komist að mestu leiti hnökralaust á beinu brautina þó hvor í sínu lagi.

Eftir standa nokkur frábær lög og mælum við með þeirra allra fyrsta hittara á þessum fortíðar fimmutdegi:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.