Gerir tónlist úr trjástofni

Tónskáldið Bartholomäus Traubeck fer óhefðbundnar leiðir í tónlistarsköpun.

Allir náttúruunnendur hafa velt fyrir sér tónum og hljóðum náttúrunnar. Það gerði tónskáldið Bartholomäus Traubeck einnig en tók fyrir nokkrum árum áhuga sinn skrefinu lengra.

Árið 2011 hannaði Traubeck plötuspilara sem nemur aldurshringi trjástofna og les út frá þeim hljóð. Hann útbjó nokkrar plötur úr föllnum trjám og útkoman er hreint undurfögur.

Í fyrra gaf hann svo út plötuna Years með tónlistinni sem hægt er að heyra og/eða kaupa á Bandcamp síðu hans.

Hér fyrir neðan má sjá og heyra brot frá tónverkinu Years en á vimeo-síðu Traubecks má jafnframt skoða önnur verka hans sem bera vott um mikla sköpunargleði.

Orte der Zeit from Bartholomäus Traubeck on Vimeo.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.