Sigur Rós setur saman lagalista til heiðurs jólasveinunum

„Þeir eru lævísir, grallaralegir og svolítið hrollvekjandi“

Mynd: Getty

„Þeir eru lævísir, grallaralegir og svolítið hrollvekjandi.“ Svona hljómar lýsing meðlima Sigur Rósar á jólasveinunum þrettán.

Hljómsveitin er þessa dagana með jólagleði í gangi fyrir aðdáendur sína og fylgjendur á Twitter og tónlistarforritinu Spotify. Hinn 12. desember, þegar Stekkjarstaur kom til byggða, tilkynnti hljómsveitin fylgjendum sínum að á Íslandi væru jólasveinarnir þrettán talsins. Til heiðurs þeim myndi Sigur Rós bæta daglega fram að jólum einu lagi sveitarinnar við á sérútbúinn lagalista hennar á Spotify. Lögin eiga það sameiginlegt að vera öll frekar fáheyrð, eða minna vinsæl, en mörg önnur lög sveitarinnar.

Lögin sem nú þegar eru komin á listann eru Bíum bíum bambaló af plötunni Ný batterí, Hljómalind og tónleikaútgáfa af Starálfi af plötunni Hvarf - Heim, Myrkur af plötunni Von, og tónleikaútgáfa af laginu Nýja lagið af plötunni Svefn-g-englar. Hér má nálgast lagalistann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.