Skýjum ofar snýr aftur

Standa fyrir samkomu um hátíðirnar með helstu plötusnúðum landsins.

Skýjum ofar snýr aftur og stendur fyrir samkomu um hátíðarnar í samvinnu við Breakbeat.is. Nokkrir af helstu plötusnúðum síðustu 25 ára munu koma saman til að spila á ballinu sem fram fer á Glaumbar.

Skýjum ofar hóf göngu sína árið 1996 og störfuðu í þágu aðdáenda raftónlistar til ársins 2001. Gefnir voru út vikulegir útvarpsþættir á X-inu en síðar meir á Rás 2. Þá stóð hópurinn einnig fyrir reglulegum skemmtikvöldum á börum bæjarins.

Fjöldi erlendra listamanna sótti Ísland heim á vegum Skýjum ofar auk þess sem fjölmargir innlendir plötusnúðar spiluðu í þættinum og skemmtunum honum tengdum.

Í tilkynningu frá hópnum segir að jólaballið sé „haldið í samvinnu við Breakbeat.is sem varð til um aldamótin fyrir tilstuðlan Skýjum ofar og plöstunúðum tengdir þættinum. Breakbeat.is hélt úti vefsíðu og netútvarspsstöð í 14 ár, eða allt fram til vorsins 2013.“


Á jólasamkomunni munu eftifarandi listamenn koma fram
• Agzilla - Metalheadz / B-hliðin / Ringulreið / Elf-19
• Frímann - PartyZone / 303 / Hugarástand / Vítamín
• Reynir - Skýjum ofar / Breakbeat.is / Tækni
• Bjössi “Brunahani” - PartyZone / Breakbeat.is / 303 / Rými / Elements
• Leópold - Breakbeat.is
• Ewok - Breakbeat.is / Plútó
• Kristinn - Skýjum ofar / Breakbeat.is
• Hugh Jazz - Thule Records
• Eldar – annar tveggja umsjónarmanna Skýjum ofar
• Addi – annar tveggja umsjónarmanna Skýjum ofar

Í tilkynningu er einnig tekiið fram að Skýjum ofar hafi aðeins átt eina endurkomu frá því þátturinn hvarf úr loftinu árið 2001.
„Það var þegar 15 ára afmæli þáttarins var fagnað árið 2011 á Barabara, sem áður var Veitingahúsið 22 þar sem Skýjum ofar kvöldin hófu göngu sína. Þá komust færri að en vildu og röðin náði frá Laugavegi 22 niður á Bankastræti.“

Jólaball Skýjum ofar og Breakbeat.is fer sem áður sagði fram á Glaumbar (Tryggvagata 20, 101 Reykjavík) þann 26. desember næstkomandi og er aðgangseyrir litlar 1.000 krónur.

Þá fer forsala aðgöngumiða fram á Tix.is en þess má geta að miðar keyptir í forsölu veita forgang.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.