Jólasveinar 1 og 808

Rafræn jólakveðja frá Futuregrapher

Mynd: möller-records

Nýtt jólalag hefur litið dagsins ljós. En það er raftónlistarmaðurinn Futuregrapher sem á af því heiðurinn.. Lagið ber heitið jólasveinar 1 og 808

Lagið kemur út á væntanlegri safnskífu Helga Vol. 4 - frá útgáfufyrirtækinu Möller Records. Skífan verður gefin út á Þorláksmessu.

Af tónlistarmanninum sem með réttu heitir Árni Grétar, er það annars að frétta að hann gaf nýverið frá sér plötuna Skynvera sem hann fjármagnaði með hjálp vina, aðdáenda og vandamanna í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Karolinafund.

Pússið glaumskíðin!
Hið dansvæna jólalag má heyra hér, hækkið í botn:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.