Hlustaðu á nýju plötu D'Angelo hér!

Eftir fjórtán ára bið er komið að því. D'Angelo sendi frá sér nýja plötu og hana er hægt að streyma beint á vefnum, eða kaupa á Itunes.

Platan heitir Black Messiah og hefur víðast hvar fengið góða dóma. Hún er nokkuð rokkuð, en flauelismjúk rödd R&B/Jazz stjörnunnar, sem við þekkjum af Voodoo er á sínum stað.

Á plötunni eru textar eftir Q-Tip og Kendra Foster (Funkadelic) og hljóðfæraleikur er í höndum bassaleikarans Pino Palladino ásamt trommuslætti James Gadson. Titillinn Black Messiah, er að sögn D'Angelo tileinkaður undirokuðum hópum sem risið hafa réttlætinu til varnar undanfarið. Nefnir hann Ferguson málið og Occupy hreyfinguna sérstaklega í því samhengi.

Við mælum sérstaklega með lögunum Sugar Daddy, Really Love og The Door.

Hægt er að hlusta hér:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.