Fyrstu útgáfutónleikar Berndsen í kvöld

Mynd: Davíð Þór Guðlaugsson

Berdsen heldur sína fyrstu útgáfutónleika á Húrra í kvöld og lofa aðstandendur miklu sjónarspili og frábæru partíi.

„Það má segja sem svo að um tvöfalda útgáfutónleika sé að ræða þar sem við höfum aldrei áður haldið útgáfutónleika. Betra er þó seint en aldrei en margar ástæður liggja að baki þess að við höfum ekki lagst í slíkt tónleikahald fyrr,“ segir í tilkynningu frá sveitinni sem nefnir þar helst búsetu meðlimanna erlendis.

Berndsen er samvinnuverkefni þeirra Davíðs Berndsen, Hermigervils og Hrafnkells Gauta gítarleikara. Hermigervill og Davíð kynntust í Hollandi þar sem þeir voru við nám í hljóðtækni, þar tók Berndsen verkefnið að þróast og árið 2009 kom út þeirra fyrsta plata Lover in the Dark.

Sú plata hlaut góðar viðtökur og var meðal annars gefin út í Hollandi, Þýskalandi og Japan. Hér er komin þeirra önnur plata Planet Earth, og eru hún jafnt og sú fyrri undir sterkum áhrifum níunda áratugarinns þar sem hljóðgervlar og vocoderar fá að njóta sín.

Húsið opnar klukkan 21:00 og kostar miðinn litlar 1500 krónur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.