Tónlistarkennarar búnir að semja

Um fimm vikna verkfalli lokið

Tónlistarkennarar mótmæltu á Austurvelli fyrir þremur vikum síðan.
Mótmæltu Tónlistarkennarar mótmæltu á Austurvelli fyrir þremur vikum síðan.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Samninganefndir tónlistarkennara og sveitarfélaganna skrifuðu undir samning um klukkan hálfsex í morgun, eftir um 16 klukkustunda langan samningafund. Verkfall kennara stóð í hátt í fimm vikur.

Samningurinn verður borinn undir félagsmenn og mun niðurstaða úr atkvæðagreiðslu þeirra liggja fyrir áttunda desember. Sigrún Grendal, formaður Félags tónlistarkennara, sagði í samtali við fréttastofu RÚV í morgun að kennarar hafi verið að reyna að fá launaleiðréttingu og tekin hafi verið nokkur skref í þá átt núna. Kennsla hefst í dag að nýju.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.