Beyoncé lætur ekki sitt eftir liggja í rassavæðingunni

Sjáðu hana hrista á sér bossann í nýju myndbandi

Hér má sjá atriði úr myndbandinu þar sem Beyoncé lætur rasskinnarnar dansa með því að kreppa þær. Allt í þágu listarinnar auðvitað.
Rasskinnadans Hér má sjá atriði úr myndbandinu þar sem Beyoncé lætur rasskinnarnar dansa með því að kreppa þær. Allt í þágu listarinnar auðvitað.

Poppdrottningin Beyoncé hefur óvænt sent frá sér myndband við nýtt lag sem er að finna á nýrri væntanlegri safnplötu söngkonunnar.

Lagið heitir 7/11 og er annað tveggja nýrra laga sem verða á safnplötunni sem verður víst afar vegleg með tveimur geisladiskum, öðru eins af DVD-diskum og verður hægt að finna upptökur frá tónleikum, myndbönd og helling af remix-um.
Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við 7/11 þar sem Beyoncé lætur ekki sitt eftir liggja í rassavæðingu poppbransans og hristir á sér bossann í félagi við fjölmarga fína dansara.

Sjá þessu tengt:
Hefur poppbransinn endanlega rassað yfir sig?

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.