„Hættum að líta á tónlistarkennara sem afgangsstærð“

DJ Margeir styður við baráttu tónlistakennara. Boðað hefur verið til fundar á ný.

Mynd: Facebook.

„Því er hampað í auglýsingum þegar bækur eru seldar til útlanda. „Seld til Bretlands!“ „Seld til Þýskalands!“
Upphefðin kemur að utan… og allt það. Það þykir sjálfsagt að íslensk tónlist fari sjálfkrafa í dreifingu um allan heim. En er hægt að ganga að því vísu um ókomna tíð?“

Að þessu spyr plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson á facebook rétt í þessu og lýsti yfir stuðningi við kjarabaráttu tónlistakennara en líkt og greint hefur verið frá hefur verkfall þeirra dregist í fjórar vikur.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari
Hægt hefur þokast í kjaradeilunni en annar samningafundur var boðaður klukkan eitt í dag. Síðasti samningafundur sem haldinn var í gær stóð yfir í fimm klukkustundir án niðurstöðu.

„Hættum að líta á tónlistarkennara sem afgangsstærð og bjóðum þeim mannsæmandi laun! Lifi listin! Ritlistin og tónlistin,“ heldur Margeir áfram og bætist þar með í þann mikla fjölda listamanna sem fylkja sér að baki kennaranna og segja stöðuna ógn við menningu á Íslandi.

Áður hafa þau Ásgeir Trausti, Guðrún Eva Mínervudóttir og Jakob Frímann Magnússon, ásamt fleirum hafið upp raust sína kennurunum til stuðnings. Þá mættu um 500 manns á baráttufund Kennarasambands Íslands í Hörpu í gær þar sem samþykkt var ályktun of þess krafist að samið verði strax.

Hægt er að sjá upprunalegu færslu Margeirs hér fyrir neðan:


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.