„En nú höfum við fengið nóg“

Unnsteinn harðorður í garð stjórnvalda. „Móðir okkar hefur glímt við nýrnasjúkdóm í 20 ár. Kerfið kæfir okkur“

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Við erum á leið útá flugvöll til Toronto. Yngsti meðlimur hópsins er á leið í ferð sem íslenska ríkið býður okkur í, til þess að kynna íslenska menningu. Til þess að kynna landið fyrir ferðamönnum og flytja þannig gjaldeyri inn í landið. Þetta er win-win situation fyrir alla.“

Svona hefst pistill sem Unnsteinn Manuel Stefánsson, tónlistarmaður setti á Facebook rétt í þessu. Þar lýsir hann, á leið sinni út í tónleikaferðalag, mikilli undrun með stjórnvöld.

Ónýt forgangsröðun

„Vér komum úr Austurbæjarskóla, vér erum synir öryrkja og innflytjanda. Móðir okkar hefur glímt við nýrnasjúkdóm í 20 ár. En nú finnum við kerfið breytast. Það þrengir að okkur. Kerfið kæfir okkur. Og stjórnmálafólkið segir ósatt. Stjórnmálafólkið brýtur lögin og hylmir yfir glæpum. Listasjóðir eru skornir niður. Heilbrigðiskerfið er skert. Leigumarkaðurinn er útúr kortinu og þá sérstaklega hverfinu okkar. 101 fkn Reykjavík.

Stjórnmálamenn reyna að skapa gjá milli lands og borgar. Þau vilja skapa pólitíska spennu með landamærum við Snorrabraut. En nú höfum við fengið nóg. Þið byrjið á tapa tekjum sem skugga-eigendur flokkana ykkar hefðu misst. Og svo stoppið þið upp í götin með fjármunum þeirra sem minna mega sín.“

Hvetur Hönnu Birnu til afsagnar

„Svo er það Hanna Birna. Frank Underwood stjórnmálaseríunnar "Alþingi og með því!" Hún er virkilega búinn að 'skíta upp á bak'. Hvað getur hún gert núna... Jú, lagt í PR-herferð. Sett milljónir af ráðstöfunarfé sínu í einhvern styrktarsjóð til að bjarga börnum í Afríku með tilheyrandi media frenzy.

Og þá tölum við til ykkar kæru hægrimenn. Þið viljið ekki vera í flokk sem er stýrt af gömlum valdagráðugum köllum útí bæ. Sem gera gys að littarhætti fólks og reyna stýra allri umræðu,“ heldur Unnsteinn áfram og ljóst er að honum er mikið niðri fyrir.

Hægt er að lesa orð Unnsteins í heild hér fyrir neðan:


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.