Stefán Logi hefur verið margdæmdur fyrir ofbeldisverk sín og glæpi.

Löng afbrotasaga Skeljagrandabróður

14. janúar 2013 › 07:00

Stefán Logi Sívarsson var á föstudag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað tæplega nítján ára stúlku í nóvember 2011. Hann hafði ásamt öðrum manni, Þorsteini Birgissyni, þvingað stúlkuna til samfara og munnmaka. Í dómnum segir að brot þeirra sé alvarlegt og háttsemi þeirra sérlega niðurlægjandi fyrir stúlkuna. Athæfið hefur haft mikil áhrif á líf stúlkunnar og andlega líðan hennar, en hún hefur glímt við áfallastreituröskun og þunglyndi og átt mjög erfitt. Hún var hrædd við mennina og óttaslegin. Sálfræðingur hennar telur óvíst að hún nái sér. 

Brotaferill Stefáns Loga er langur og hrottalegur en þetta er í fyrsta sinn sem hann er dæmdur fyrir nauðgun. Stefán og bróðir hans, Kristján Markús, voru kallaðir Skeljagrandabræður í umfjöllun fjölmiðla um ofbeldisverk þeirra en viðurnefnið er skírskotun til þess að þeir misþyrmdu manni á heimili sínu á Skeljagranda þar sem Stefán er enn skráður til heimilis. Lögregla hafði fyrst afskipti af bræðrunum árið 1992 en þá voru þeir 11 og 12 ára. Var það vegna þess að bræðurnir höfðu ráðist  á unga móður og gengið harkalega í skrokk á henni í verslunarkjarnanum á Eiðistorgi. Móðirin hafði reynt að vernda börn sín gegn bræðrunum sem höfðu hitt þau þar sem þau héldu tombólu á staðnum. Bræðurnir höfðu stolið afrakstri tombólunnar og hrækt á borð sem börnin höfðu til afnota. 

Nánar um málið í DV í dag. Áskrifendur geta lesið umfjöllunina í heild með því að ýta á Meira. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.