fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Einu sinni var í Hollywood: Þetta eru leikararnir í nýjustu mynd Quentin Tarantino

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 8. júní 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndagerðarmaðurinn Quentin Tarantino er um þessar mundir að undirbúa níundu mynd sína, Once Upon a Time in Hollywood, sem er sögð vera hans stærsta til þessa. Á undanförnum vikum hefur reglulega fjölgað í leikhópi myndarinnar og segir hún nokkrar bransasögur af lífi fræga fólksins í Los Angeles árið 1969.

Sagt er að myndin verði ekki ósvipuð Pulp Fiction að því leyti hvernig ólíkar sögur tvinnast saman en myndin mun að hluta til fjalla um morðið á leikkonunni Sharon Tate ásamt seinni ár leikarans Rick Dalton og sögur af sambandi hans við áhættuleikara sinn, Cliff Booth.
Myndin notast við margar sannar bransasögur og ýktar af tímum í Hollywood þegar iðnaðurinn tók við miklum stakkaskiptum. Dalton og Booth eru annars vegar skáldaðar persónur.

Tarantino hefur áður sagt að hann ætli ekki að gera fleiri kvikmyndir þegar hann hefur náð tíu. Því má segja að ríkir mikil eftirvænting fyrir þeirri næstsíðustu, sem er frumsýnd 9. ágúst 2019 – en á því ári verða liðin 50 ár frá Manson-morðunum.

Sögur segja að leikstjórinn hafi sóst eftir stórleikaranum Tom Cruise en hafi það ekki gengið eftir. Tarantino hefur engu að síður hingað til smalað saman einvalaliði fagfólks, sumum fastagestum í myndum hans, öðrum nýjum.
Hópinn skipa:

Leonardo DiCaprio

Stórleikarinn Leo stal senunni í vestranum Django Unchained og sameinast DiCaprio á ný við leikstjórann. DiCaprio hefur sagt að handritið að Once Upon a Time in Hollywood sé með þeim betri sem hann hefur lesið. Leo leikur Rick Dalton, leikara sem hefur farið dvínandi í bransanum og myndar góð tengsl við áhættuleikarann sinn.

Brad Pitt

Pitt leikur áhættuleikarann Cliff Booth og í senn góðan félaga Dalton. Þeir Tarantino unnu seinast að stríðsmyndinni Inglourious Basterds frá 2009. Brad eldist eins og prýðisvín og myndaðist öflug vinátta milli stórleikarans og leikstjórans við vinnslu myndarinnar.

Margot Robbie

Robbie skaust hátt til frægðar í glæpakómedíu Martins Scorsese um svonefnda Wall Street úlfinn og hefur haldið sér upptekinni síðan. Fyrr á árinu var hún tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir túlkun sína á Tonyu Harding, en í nýjasta verki Tarantinos leikur hún Sharon Tate, fyrrverandi eiginkonu Roman Polanski sem var myrt af Charles Manson og hans fylgismönnum ásamt sex öðrum.

Timothy Olyphant

Sagt er að Olyphant hafi þurft að hliðra til áætlanir sínar fyrir sjóvarpsseríuna Santa Clarita Diet en það er fátt sem margir leikarar gera ekki til að vera með í Tarantino-mynd.

Al Pacino

Al Pacino leikur Marvin Shwarz, umboðsmann Dalton, og verður skrautlegt að sjá þennan virta leikara spreyta sig í Hollywood-heimi Tarantinos, en sögur segja að leikstjórinn hafi grimmt sóst eftir þessum manni fyrir hlutverkið.

Burt Reynolds

Gamli töffarinn Burt Reynolds fer með hlutverk hins áttræða og blinda George Spahn, en búgarður hans í Los Angeles var notaður sem upptökustaður fyrir vestra í gamla daga. Þessi sami búgarður var jafnframt heimili Manson og fylgisliðs hans.

Damian Lewis

Homeland-leikarinn mun bregða sér í hlutverk hins goðsagnarkennda Steve McQueen og bersýnilega góð ástæða fyrir því. Líkindin milli mannana eru til staðar.

Kurt Russell

Once Upon a Time in Hollywood er þriðja mynd Russell og Tarantino, en leikarinn átti flotta innkomu í spennumyndinni Death Proof frá 2007.

Dakota Fanning

Bandaríska leikkonan Dakota Fanning hefur verið ráðin sem Lynette „Squ­ea­ky“ Fromme, en hún var dæmd árið 1975 í ævi­langt fang­elsi fyr­ir til­raun til að myrða Ger­ald Ford, þáver­andi for­seta Banda­ríkj­anna. Fromme tókst að sleppa úr fang­elsi í Virg­in­íu árið 1987 en þegar hún var hand­tek­in á ný sagðist hún hafa viljað vera nær fangelsi Man­son. Fromme átti hins vegar ekki aðild að morðinu á Sharon Tate.

Tim Roth

Einn af gömlum fastagestum leikstjórans. Ferill breska leikarans Tim Roth fór á flug með Reservoir Dogs og bregður hann fyrir í nýjustu mynd Tarantinos í ótilgreindu hlutverki.

Michael Madsen

Michael Madsen vakti mikla athygli sem bæði „Hr. Blondína“ í Reservoir Dogs og sem stjúpfaðirinn viðkunnanlegi úr Free Milly myndunum. Madsen er fjórði leikarinn í þessari mynd sem kom einnig fram í The Hateful Eight, áttundu mynd leikstjórans, en hinir þrír eru Tim Roth, Kurt Russell og…

Zoë Bell

Bell hefur verið áhættuleikkona í áraraðir og kynntist Tarantino þegar hún sá um áhættuatriðin fyrir Umu Thurman í Kill Bill. Smám saman hefur hún fengið meiri skjátíma í myndum leikstjórans og átti hressa innkomu seinast í The Hateful Eight.

Emile Hirsch

Jay Sebring var frægur hárgreiðslumaður stjarnanna á sjöunda áratugnum og á meðal fórnarlamba Manson-morðanna. Emile Hirsch úr Into the Wild og Speed Racer, svo dæmi séu tekin, mun að öllum líkindum negla þá rullu.

 

Luke Perry

Þessi sló rækilega í gegn sem hjar­ta­knús­ar­inn Dyl­an McKay í hinum sögulegu þátt­um Bever­ly Hills 90210. Lítið hef­ur farið fyr­ir Perry und­an­far­in ár, en hann hef­ur þó leikið í hinum og þess­um sjón­varpsþátt­um sem og sjón­varps­mynd­um. En Tarantino er gjarnan þekktur fyrir að dusta rykið af gömlum stjörnum og er aldrei að vita nema Perry fái stóra „kombakkið” sitt.
Vonum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar