fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Hin mörgu andlit Ólafs Darra: Seiðkarl, risi og Amish-bóndi

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 24. apríl 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðþekkti leikarinn Ólafur Darri Ólafsson hefur lengi haft nóg á sinni könnu, í innlendum verkefnum sem og erlendum. Bráðlega mun hann sjást í glænýrri seríu af Ófærð en seinna á árinu skjóta upp kollinum í myndum á borð við Fantastic Beasts: The Crimes of Grindelwald, The Spy Who Dumped Me og ekki síst hákarlamyndinni The Meg með Jason Statham.

Hlutverk okkar ástsælasta leikara eru fjölbreytt bæði í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Þar hefur Ólafur Darri einnig deilt skjánum með nokkrum af stærstu stjörnum samtímans. Þá þýðir ekki annað en að renna aðeins yfir rullurnar og raða þeim eftir tímalínu og skoða hin mörgu andlit Ólafs Darra.

Fetar í kunnugleg spor – Contraband (2012)

Ólafur Darri lét sig að sjálfsögðu ekki vanta þegar Baltasar Kormákur tók upp á því að endurgera spennutrylli Óskars Jónassonar, Reykjavík-Rotterdam. Contraband var fyrsta stóra Hollywood-verkefni bæði Ólafs og Balta. Leikarinn gengur undir nafninu Olaf í endurgerðinni og þykir undarlega fámáll. Það fer engu að síður vel um hann á meðal manna eins og Mark Wahlberg, Ben Foster, Lukas Haas, J.K. Simmons og fleiri.

Á heimavelli í „Grænlandi“ – The Secret Life of Walter Mitty (2013)

Leikarinn þótti sérlega eftirminnilegur í gamanmyndinni The Secret Life of Walter Mitty, sem Ben Stiller lék í, leikstýrði og tók upp að stórum hluta hér á landi. Ekki nóg með það að ágætur kafli myndarinnar gerist á Íslandi, með þessa fínu landslagskynningu í þokkabót, heldur gegnir klakinn einnig hlutverki Grænlands og Afganistan. Ólafur leikur sauðdrukkinn þyrluflugmann sem kennir Stiller eitt og annað um íbúa Grænlands, þótt þeir séu ekki nema átta talsins.

Uppsprengt gestahlutverk – True Detective (2014)

„Það er djöfull innra með þér, litli maður. Ég kann ekki við andlitið á þér. Mig langar til þess að gera ýmislegt við það. Ef ég sé þig aftur þá geng ég frá þér.“

Þessa ræðu á Ólafur við stórleikarann Matthew McConaughey í fyrstu þáttaröð True Detective. Leikarinn kemur fram í einum þætti en tíminn er vel nýttur.

Tveir alvarlegir á tali – A Walk Among the Tombstones (2014)

Það er ekkert grín að hóta Liam Neeson, en það er eitt af því sem Ólafur fær tækifæri til þess að gera í þessum ágæta dramatrylli. Ólafur leikur hinn sárþjáða Jonas Loogan, sem geymir mikilvægar upplýsingar sem gagnast í morðrannsókn sem persóna Neeson stýrir. Ólafur sér síðan um að kveðja myndina með eftirminnilegum hætti.

Bóndi góður – Banshee (2015)

Íslenskir Banshee-aðdáendur fengu óvæntan glaðning þegar Ólafur birtist í annarri seríu bandaríska sjónvarpsþáttarins. Þar lék hann Jonah Lembrecht, Amish-bónda og kennara í þorpi sínu og stal heldur betur senunni.

Gott að eiga góðan Vin að – The Last Witch Hunter (2015)

Árið 2016 mætti Ólafur Darri sjálfum Vin Diesel í ævintýramyndinni The Last Witch Hunter. Þar birtist hann áhorfendum fúlskeggjaður og alvörugefinn sem seiðkarlinn Belial, aldagamall þorpari sem tekkst hressilega á við Diesel. Myndin hlaut reyndar afleita dóma, en ólíklegt þykir að myndin hafi farið í vinnslu með gagnrýnendur í huga, eins og flest annað sem Vin Diesel kemur að.

Í miðjum klíðum – Zoolander 2 (2016)

Það er ekkert grín að vera staddur í hópkynlífssenu með Owen Wilson, Susan Sarandon og fleiri fjörugum, áður en Kiefer Sutherland ræðst inn, vansæll og sár. Leikarinn skreytir rammann vel með gervi sínu í gríninu. Passaðu bara að hnerra ekki, þá gætirðu misst af Darra.

Risamynd Spielbergs – The BFG (2016)

Ekki eru margir íslenskir leikarar sem geta sagst hafa verið teiknaðir upp að hluta til með tölvum. Við tökur á fjölskyldumyndinni The BFG frá Steven Spielberg fer Ólafur með hlutverk ágenga risans Mademasher. Leikarar í hlutverki risa voru kvikmyndaðir með svokallaðri „motion capture” tækni, sem byggist á því að leikarar búa til hreyfingarnar, sem síðan eru færðar í tölvu og kvikaðar. Ólafur slæst þarna í för með mönnum í líkingu við grínistana Jemaine Clement, Bill Hader og Óskarsverðlaunahafann Mark Rylance.

Herra „Ólafssont” – Lady Dynamite (2016-2017)

Bandarísku gamanþættirnir Lady Dynamite duttu inn á Netflix í fyrra en er leikarinn kominn á meðal grínista eins og Andy Samberg, David Spade, Judy Greer og Jenny Slate. Ólafur, sem titlaður er reyndar „Ólafur Darri Ólafssont” í upphafstextanum, leikur kærasta Mariu Bamford sem þættirnir fjalla um. Ólafi brá nokkrum sinnum fyrir í fyrstu seríunni en var áberandi í öllum átta þáttum annarrar seríu.

Í kröppum dansi við ofurhákarl – The Meg (2018)

Íslendingar og hákarlar fara alltaf vel saman. Í spennumyndinni The Meg er okkar maður genginn til liðs við fjölbreyttan hóp, leiddur af harðjaxlinum Jason Statham. Persóna Darra í myndinni gengur undir nafninu „Veggurinn“, en þá er bara að sjá hvort hans bíði örlög sem minnisstætt hákarlafóður. Það væri nú einhver heiður af því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Bríet kom vinkonu sinni rækilega á óvart með nýju hári – „Lít ég ekki út eins og ódýr hóra?“

Bríet kom vinkonu sinni rækilega á óvart með nýju hári – „Lít ég ekki út eins og ódýr hóra?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart
Fókus
Fyrir 5 dögum

Markle hneykslar enn á ný – Stal sviðsljósinu og sagði annarri að færa sig

Markle hneykslar enn á ný – Stal sviðsljósinu og sagði annarri að færa sig