fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Leiðsögn Rögnu Fróða og Furðuverusmiðja fyrir fjölskyldur

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 14. september 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

HANDVERK OG HÖNNUN og Listasafn Reykjanesbæjar bjóða á næstunni upp á tvær mjög spennandi smiðjur og leiðsagnir í tengslum við sýninguna Endalaust í Duus Safnahúsum. Sýningin inniheldur einungis verk úr endurunnum efnivið, þar sem hlutum sem annars yrði mögulega hent, er gefið nýtt og betra líf. Um er að ræða fjölbreytt og ólík viðfangsefni og alls 20 hönnuðir taka þátt í sýningunni.
Smiðjurnar sem fara fram 15. september og 6. október, eru öllum opnar, eru fyrir alla aldurshópa og aðgangur er ókeypis. Klukkan 14 þessa sömu daga verður sýningarstjórinn, Ragna Fróða, með leiðsögn um sýninguna fyrir áhugasama. Leiðsögnin er öllum opin óviðkomandi því hvort fólk tekur þátt í smiðjum.
Handaband: Furðuverusmiðja fyrir fjölskyldur
Fyrri smiðjan fer fram laugardaginn 15.september kl. 14-16 í Bíósal Duus Safnahúsa. Þátttakendur fá tækifæri til að skapa sína eigin furðuveru sem er gerð úr endurunnum textílefnum sem féllu til við framleiðslu á Íslandi. Efnin sem notuð verða koma frá Umemi, Glófa og Cintamani. Allir eru hvattir til að segja söguna af furðuverunni og leyfa öðrum að kynnast henni betur.
Gamalt verður nýtt
Síðari smiðjan er á boðstólum laugardaginn 6. október kl. 14-16 einnig í Bíósal Duus Safnahúsa. Þar mun texílhópurinn Þráðlausar bjóða upp á verksmiðju fyrir alla aldurshópa þar sem vefnaður og endurvinnsla koma saman til að gefa gömlum og gleymdum hlutum nýtt líf.
Þátttakendur fá tækifæri til að endurbæta eða breyta einum hlut sem þeir finna heima hjá sér. Stóll eða myndarammi eru tilvaldir hlutir en einnig má nota hugmyndarflugið og koma með alls konar hluti sem er hægt að vefa inní. Garn og efni verður til staðar sem notað verður til að vefa með.
Leiðbeinendur í smiðjunni eru þær Margrét Katrín Guttormsdóttir og Ragnheiður Stefánsdóttir sem saman mynda textílhópinn Þráðlausar.
Þær eru báðar útskrifaðar úr textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík og stunda nám við Listaháskólann á Íslandi í hönnunardeildinni.
Þráðlausar vinna að því að búa til textílverk og endurbæta gömul húsgögn með vefnaði úr endurnýttum textíl.
Listasafn Reykjanesbæjar er staðsett í Duus Safnahúsum, Duusgötu 2-8. Opið alla daga frá 12-17.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Í gær

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“