fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Atli Viðar upplifði hópeinelti og þunglyndi – Frelsaðist með listsköpuninni

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 4. ágúst 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöllistamaðurinn Atli Viðar Engilbertsson hefur sameinað þrjú stærstu áhugamál sín í listsköpun; útskurðarlist, tónlist og skrif. Í samtali við DV segir hann að hann hafi skrifað sig upp úr þunglyndi á hinu fræga ári hrunsins, eins og hann orðar það, en þá frelsaðist hann með skrifum og sköpun eftir margra ára vanlíðan í kjölfar ástarsorgar.

Atli er fæddur á Árbakka við Tindilmýri á Snæfjallaströnd en búsettur á Akureyri í dag. Innan við tvítugt fór hann að sinna meðfæddum áhuga sínum á listum, hann hnýtti meðal annars skópör úr baggaböndum og netagirni. Þá fór hann að búa til klippimyndir, skrifaði smásögur og samdi rokklag á plötuna Húsið. Listaverk hans hafa verið sýnd meðal annars í Safnasafninu, Handverkshátíðinni á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit og alþjóðlegri textílsýningu á Kjarvalsstöðum.

Atli á bilinu 16–18 ára.

„Þegar maður er að kynnast nýjum konum eða leita að nýrri ást á netinu og eitthvað slíkt, þá segi ég alltaf að atvinnan sé mitt áhugamál og áhugamálið mín atvinna,“ segir Atli og tekur fram að í raun þurfi þrjá menn til að sinna þeim störfum sem hann sinnir.

„Einelti er ekki bara einelti“

Að sögn Atla varð hann fyrir ógurlegu einelti í skóla sem krakki, af öllum gerðum, eins og hann bætir við. „Einelti er ekki bara einelti. Það getur verið líkamlegt og andlegt, eða hvort tveggja. Ég lenti sjálfur mikið í hópárásum,“ segir hann og fullyrðir að þessar minningar hafi fylgt honum í langa tíð og geri enn.
Tilveran fór aðeins að fara upp á við í kringum fjórtán ára aldurinn. Á þessum tíma var Atli undir miklum áhrifum hljómsveita á borð við Nasareth, Queen og ekki síst Kiss sem var að slá í gegn með þriðju plötu sinni á þessum tíma.

Þetta tímabil leiddi til þess að hann fór að herma eftir uppáhaldslistamönnum sínum og stefndi langt með þessum áhuga. Segist hann fljótlega hafa farið að fikta á gítar í kjölfar trommuæfinganna og rísandi tónlistaráhugans. „Svo komst maður að því að maður átti ekkert erindi í að syngja eins og maður var að gera, svo fór ég að prófa að syngja inn á tvær rásir og þá kom miklu meiri fylling. Tvær til fjórar raddir og náttúrlega „risa-ædolin“ í Queen eru þekktar fyrir stórar raddir,“ segir Atli.

„Ég fann út frá þessu fyrir sterkri þörf fyrir tjáningu. Ég hvarf úr vinnu sem ég var í á þeim tíma og hentist í sköpun, sem þá var útskurður úr mörgu. Ástarsorg átti jafnframt stóran þátt í þeirri þörf sem ég fékk til að skapa og átti sinn sess í þunglyndinu að hluta til.“

Undir áhrifum afa síns

Atli ræðir tímabil í sínu lífi þar sem hann upplifði sjaldan sem aldrei frið eða ró, hvorki frið fyrir sér sjálfum né öðrum röddum. „Ég hef alltaf verið viðkvæm sál og það má rekja til árásanna í skólanum,“ segir Atli. Þá rifjar hann upp minningu þegar hann var staddur á miðilsfundi, en þá hafði hann lengi fundið fyrir undarlegum áhrifum. „Miðillinn spurði mig hvort forfaðir minn ynni í gegnum mig.“

Við þessari spurningu segist Atli hafa giskað strax á að þarna væri um afa hans að ræða, enda hafði hann sjálfur unnið mikið í tónlist. „Það er ekki hægt að hringja inn í aðra heima til þess að athuga hvernig veðrið er, en við þurfum að bæta úr því,“ segir Atli kátur.

Að sögn Atla spilaði afi hans í móðurætt, Daníel Rögnvaldsson, mikið fyrir dansi á harmóniku og segir Atli að foreldrar hans hafi kynnst í dansi við harmónikuleik hans. „Þannig varð svo einnig að meira en helmingur afkomenda afa míns er í tónlist á ýmsan hátt,“ segir Atli.

„Einnig var það að Daníel afi stundaði mikla vinna við smágerða hluti úr tré í garðskúr sínum á Ísafirði á efri árum. En þar þurfti oft að tengja saman hluti á borð við lamir eða hjarir. Þar notaði afi plastbönd utan af plaströrakippum orkuveitna. Ósjálfrátt og sjálfskapað var ég farinn að nota sömu aðferð í mínar handverkslistir, en þá meina ég gul einþátta plastbönd. En notaði ég blá og gul bönd utan af heyböggum og hnýtti mottur, en ég keypti líka mikið af garni og snæri og hnýtti gólf og veggmottur auk skreytinga utan um glerkúlur og hnýtti einnig skófatnað, sem enginn hefur leikið eftir.“

Í fósturstellingunni í áraraðir

Að sögn Atla hrundi andlega heilsan árið 1990 og hann jafnaði sig ekki aftur fyrr en rúmum hálfum öðrum áratug síðar, en orsökina segir hann hafa verið af ýmsum toga og lék sjálfstraust og einelti þar stórt hlutverk. „Á þessum tíma lokaði maður sig einfaldlega af og þá þýddi ekkert annað en bara fósturstellingin undir sæng,“ segir hann.

„Ég prófaði ýmsar geðdeildir og athvörf en svo gerðist það 2008, á því fræga hrunári, að ég fór að skrifa greinar í Morgunblaðið og á þeim árum voru komnar 30 greinar frá 2008 til 2013. Þegar maður sá hverja birtingu eftir sig þá í rauninni bara frelsaðist maður. Maður fylltist svo miklu stolti yfir afköstunum að mann langaði að dansa um bæinn.“

Atli segist hafa sérhæft sig í geðheilbrigðismálum og stjórnmálum þegar kom að greinarskrifum, en þau leiddu síðar meir til innblásturs fyrir leikritasmíði. Tekur hann þá fram að hann hafi sigrast á þunglyndinu í gegnum skrifin og sköpunargleðina. „Þetta veikindatímabil kalla ég eyðuna í mínu lífi,“ segir hann.

Fjöllistamaðurinn kann betur við kátínu og léttleika en hið gagnstæða.

Ekki í stuði fyrir alvarleika

Atli segir að eftir eyðuna sína hafi hann upplifað mátt húmorsins. „Húmor getur bjargað mjög mörgum og bjargaði mér á marga vegu,“ segir hann. „Mér gengur vel núna í dag miðað við að sumt í mínum tónlistargenum var undir andlegu frostmarki í mörg ár. Þetta er allt á réttri leið.“

Þá segir Atli að stórir draumar séu í pípunum og vill hann ólmur skrifa sjónvarpsþætti og kvikmyndir. „Ég er mikill bíóáhugamaður og vona að ég eigi eftir að leikstýra eigin mynd einhvern daginn.“ Auk ýmissa leikrita hefur hann klárað handrit að söngleik. Þar er dreginn innblástur frá tónlistaráhrifum hans og fyrirmyndum, en fjöllistamaðurinn stendur fast á því að vilja forðast alvarlegheit í framtíðarverkum sínum, ekki síður ef þau rata á hvíta tjaldið einhvern daginn.

„Það er bókstaflega farið að pirra mig hvað íslenskar kvikmyndir eru oft dapurlegar og hve oft ríkja í þeim of mikil leiðindi,“ segir hann og nefnir tvær kvikmyndir sem hann hefur nýlega séð sem að hans mati fóru of langt í alvarleikanum, en þær eru Svanurinn og Vargur. „Ég er bara ekki í stuði fyrir slíkt,“ bætir hann við og segir að, skyldi hann fá tækifærið til þess, myndi hann gera eitthvað meira í líkingu við stemninguna í Mamma Mia-myndunum stórvinsælu.

 

Útskurðarlistaverk af Íslandi sem var til sýnis í átta mánuði á Akureyri 2015.

 

Loftbelgur úr pappa, úr Íslandsverki.

 

Textílskófatnaður sem Atli hnýtti.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Telja að VAR hafi teiknað línuna á vitlausan stað til að bjarga United frá áfalli – Sjáðu myndina

Telja að VAR hafi teiknað línuna á vitlausan stað til að bjarga United frá áfalli – Sjáðu myndina
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu
433
Fyrir 15 klukkutímum

Besta deild kvenna: Fylkir stal stigi undir lokin gegn Þrótti

Besta deild kvenna: Fylkir stal stigi undir lokin gegn Þrótti
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ætla með málið lengra – Báðu hann um að drepa sig og sungu um að hann væri nauðgari

Ætla með málið lengra – Báðu hann um að drepa sig og sungu um að hann væri nauðgari