fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Áhorfendur reiðir Madonnu eftir tónlistarverðlaunin – „Hvílík vanvirðing“

Tómas Valgeirsson
Þriðjudaginn 21. ágúst 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

VMA tónlistarverðlaunin á vegum MTV voru haldin við hátíðlega athöfn í gærkvöldi, en stórsöngkonan Madonna hefur verið þar í brennidepli undanfarinn sólarhring.

Þegar poppdívan lagði í númer til heiðurs söngkonunnar Arethu Franklin beindust spjótin að Madonnu vegna meintrar sjálfhverfu hennar. Samkvæmt áhorfendum og ummælum á veraldarvefnum lét Madonna þennan óð snúast fullmikið um sig en ekki „Drottningu sálarinnar,“ eins og Aretha Franklin var gjarnan kölluð. Franklin lést nú á dögunum, 76 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein í brisi.

Óðurinn á verðlaunahátíðinni hófst með stuttu myndbroti af Franklin í miðjum söng. Þá gekk Madonna á sviðið og rifjaði upp hvernig ferill hennar í tónlistinni hófst, auk þess að taka það fram að ferill hennar tók af stað þegar hún söng eitt af frægum lögum Franklin. „Ekkert af þessu hefði orðið að veruleika án lafði sálarinnar,“ sagði Madonna meðal annars. „Hún kom mér þangað sem ég er í dag og ég veit að hún hefur haft gríðarleg áhrif á fjölda listafólks hér í kvöld.“

Áhorfendur voru margir hverjir ekki par ánægðir með þennan óð hennar og héldu margir með skoðanir sínar á samskiptamiðilinn Twitter til að segja henni til syndanna. „Þetta er með því hvítasta sem ég hef séð,“ segir ein á Twitter, en fleiri hvöss ummæli má finna að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Íhuga að lögsækja Gary Neville fyrir þessi ummæli

Íhuga að lögsækja Gary Neville fyrir þessi ummæli
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Rússar hafa ákveðið að Þýskaland sé stærsti óvinurinn í Evrópu

Rússar hafa ákveðið að Þýskaland sé stærsti óvinurinn í Evrópu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Valtýr Björn biður Viðar Örn afsökunar á falsfrétt sem fór í loftið – „Þetta er algjört kjaftæði“

Valtýr Björn biður Viðar Örn afsökunar á falsfrétt sem fór í loftið – „Þetta er algjört kjaftæði“
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Carragher telur að þessi taki við Liverpool eftir fréttir gærdagsins

Carragher telur að þessi taki við Liverpool eftir fréttir gærdagsins