fbpx
Menning

Mangahátíð á menningarnótt

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 16. ágúst 2018 09:30

Borgarbókasafnið í Grófinni heldur upp á menningarnótt og býður borgarbúum upp á sannkallaða manga veislu frá kl. 13-19 þar sem haldið er upp á japanska menningu! Í boði verður fullt af skemmtilegum uppákomum fyrir bæði börn og fullorðna. 

DAGSKRÁ
13-19 | Makoto Yukimura – sýning á Vínlands sögu
13-18 | Mangaþon – horfðu á mangaheim verða til
13-18 | Andlitsmálning og myndataka
13-18 | Ratleikur
13-16 | Flugdrekar – búðu til þinn eigin flugdreka
14-17 | Manga krakkar – lærið að teikna manga
15-18 | Manga andlitsmyndir – fáðu mynd af þér í mangastíl
16-17 | Japanskt letur – lærðu að skrifa nafnið þitt á japönsku
17-19 | Karókí

Nánar um viðburðina:

➡️ SÝNING MAKOTO YUKIMURA
Makoto Yukimura kemur og sýnir myndir úr mangaseríunni um Vínlands sögu. Þess má geta að sagan er til á Borgarbókasafninu bæði á ensku og á japönsku!

➡️ MANGAÞON
Íslenskir teiknarar taka þátt í „mangaþoni“ og spreyta sig á mangastílnum. Komið og fylgist með þeim skapa sinn eigin mangaheim.
Fyrirmynd, félag teiknara og myndhöfunda

➡️ ANDLITSMÁLNING OG MYNDATAKA
Í veröld manga búa margar kynjaverur. Vilt þú prófa að breyta þér í pokémon eða vinsæla sögupersónu úr manga? Við bjóðum upp á skrautlega búninga og skemmtilegar hárkollur. Komdu og taktu mynd af þér þar sem þú ert aðalpersónan í þínu manga ævintýri.
Leiðbeinandi: Elínborg Ágústsdóttir

➡️ RATLEIKUR
Margir leyndardómar búa í myndasögudeildinni og þar finnast ævintýrin mörg. Leyfðu þínum innri spæjara að leika lausum hala og ráða gátuna.
Umsjón: Guðrún Elísa

➡️ FLUGDREKAR
Þegar vindar blása er gaman að leika sér með fallega flugdreka. Jón Víðis töfrar fram litríka flugdreka með ykkar aðstoð.
Leiðbeinandi: Jón Víðis

➡️ MANGA KRAKKAR
Krökkum finnst ótrúlega gaman að teikna manga. Bára Ying sýnir yngri kynslóðinni leyndadóma mangastílsins og kennir ykkur að teikna uppáhaldspersónuna þína.
Leiðbeinandi: Bára Ying

➡️ MANGA ANDLITSMYNDIR
Villimey dregur fram „þinn innri manga“ og teiknar af þér andlistmynd þar sem þitt rétta eðli gæti afhjúpast!
Leiðbeinandi: Villimey Sigurbjörnsdóttir

➡️ JAPANSKT LETUR
Hvernig skrifarðu nafnið þitt á japönsku? Japanska sendiráðið kemur og kennir okkur japanskt letur!

➡️ KARÓKÍ
Japanir eru þekktir fyrir skemmtilegustu karókípartíin! Láttu ljós þitt skína og syngdu þitt uppáhaldslag. Það verður mangað stuð!

Dagskráin er hluti af Manga-hátíð í Reykjavík sem Borgarbókasafnið, Norræna húsið, Fyrirmynd, Japanska sendiráðið og námsgrein í japönsku við Háskóla Íslands standa að.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Drengirnir eru fundnir

Ekki missa af

Menning
Fyrir 2 dögum

Jónsi í Svörtum fötum tekur ábreiðu af lagi Aron Can

Jónsi í Svörtum fötum tekur ábreiðu af lagi Aron Can
Menning
Fyrir 2 dögum

Silja Aðalsteins skrifar leikdóm um Allt sem er frábært – „Aðferðin sem Valur Freyr beitir er einlægni og hún fer honum vel“

Silja Aðalsteins skrifar leikdóm um Allt sem er frábært – „Aðferðin sem Valur Freyr beitir er einlægni og hún fer honum vel“
Menning
Fyrir 3 dögum

Hin hliðin á Daða Frey – Daði Freyr, nýr ritstjóri Dagblaðsins

Hin hliðin á Daða Frey – Daði Freyr, nýr ritstjóri Dagblaðsins
Menning
Fyrir 3 dögum

The Guardian lofar Lof mér að falla – „Mynd sem þú verður að sjá“

The Guardian lofar Lof mér að falla – „Mynd sem þú verður að sjá“
Menning
Fyrir 4 dögum

Hátíðartónleikar Eyþórs Inga – Létt og hugljúf kvöldstund

Hátíðartónleikar Eyþórs Inga – Létt og hugljúf kvöldstund
Menning
Fyrir 4 dögum

Framúrstefna í kvikmyndagerð og mannréttindamál í brennidepli

Framúrstefna í kvikmyndagerð og mannréttindamál í brennidepli