Menning

Íslensku listaverki stolið í Bandaríkjunum – Tökulið Tom Hanks yfirheyrt

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Föstudaginn 10. ágúst 2018 09:23

Listaverki eftir myndhöggvarann Steinunni Þórarinsdóttur var stolið í borginni Baton Rouge, sem er í Louisiana fylki í Bandaríkjunum. Fréttastofa Rúv greindi frá því að 181 kílóa styttu sem sat á bekk í miðbæ Baton Rouge hafi líklega horfið í mars eða apríl síðastliðinn. Komst ekki upp um þjófnaðinn fyrr en nokkrum mánuðum seinna þegar flytja átti stytturnar til annarrar borgar. Styttan var hluti af verkinu landamæri og innihélt verkið fimm styttur.

Lögreglan á svæðinu hefur hafið rannsókn á þjófnaðnum og yfirheyrði hún meðal annars tökulið kvikmyndarinnar Greyhound, myndar sem óskarsverlaunarhafinn Tom Hanks bæði skrifaði handritið að og leikur aðalhlutverkið í. Ástæða þess að tökuliðið var yfirheyrt var vegna nálægðar tökustaðar við listaverkið og að hún hvarf á svipuðum tíma og upptökur áttu sér stað. Lögreglan leitar enn þá af þjófunum en finnist styttan ekki þurfa borgaryfirvöld í Baton Rouge að greiða sem samsvarar 6.5 milljónum króna fyrir styttuna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Menning
Fyrir 4 dögum

Sigga Eyrún og Bjarni taka ábreiðu af Golden Globe verðlaunalagi

Sigga Eyrún og Bjarni taka ábreiðu af Golden Globe verðlaunalagi
Menning
Fyrir 4 dögum

Ritdómur um „Hinir smánuðu og svívirtu“: Sálkönnuðurinn Dostojevskí

Ritdómur um „Hinir smánuðu og svívirtu“: Sálkönnuðurinn Dostojevskí
Menning
Fyrir 6 dögum

Hakakrossinn leyfður í Þýskalandi – Undantekning gerð vegna tölvuleikja

Hakakrossinn leyfður í Þýskalandi – Undantekning gerð vegna tölvuleikja
Menning
Fyrir 1 viku

Michael Moore jarðar Trump: „Dömur mínar og herrar, síðasti forseti Bandaríkjanna“

Michael Moore jarðar Trump: „Dömur mínar og herrar, síðasti forseti Bandaríkjanna“