fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Skjárýnirinn: „Á eftir sjö myndir á topp 250 lista IMDB“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 8. júlí 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Örn Árnason er áhugamaður um kvikmyndir og hefur ritað pistilinn Kvikmynd dagsins um árabil en hann má finna á Bíóvefnum.

„Ég á það til að grípa í sjónvarpsfjarstýringu eins og gengur og gerist og vel yfirleitt bíómyndir fram yfir þætti. Þó reyni ég að fylgjast með því besta í sjónvarpi en nú nýlega renndi ég aftur yfir allar sjö seríurnar í Game of Thrones og er núna byrjaður á The Vikings sem lofa mjög góðu en ég gaf þeim aldrei séns fyrr en nú. Ragnar Loðbrók er rosalegur töffari sem er gaman að fylgjast með í þeim þáttum. Í gegnum tíðina hef ég mest haldið upp á seríur á borð við Sopranos, Breaking Bad og The Wire en elska líka að grípa í góða Star Trek þætti. Í gríni myndi ég nefna Seinfeld sem ég get séð aftur og aftur, er mikill George-maður. Nýlega hef ég líka haft gaman af Rick and Morty og Brooklyn Nine-Nine. Mæli sérstaklega með þeim fyrrnefndu.

Ég er í raun alæta á kvikmyndir en á þó erfitt með rómantískar gamanmyndir. Ég er fæddur árið 1978 og elst því upp með myndum á borð við Stand By Me, Goonies, Ghostbusters, Gremlins og auðvitað Star Wars. Ég hef mjög gaman af ofurhetjumyndum enda safnaði ég áður fyrr teiknimyndablöðum og lét mig dreyma um myndir sem unga fólkið í dag tekur sem sjálfsögðum hlut (nú hljóma ég gamall). Ég á þrjú börn og reyni að passa vel upp á kvikmyndauppeldið. Passa að þau fái að kynnast Indiana Jones, E.T., Luke Skywalker og jafnvel Ace Ventura.

Mér finnst mjög margir horfa eingöngu á nýlegar myndir en ég hef reynt að leggja metnað í að grafa upp og horfa á gamlar myndir í bland við nýjar. Sem liður í því hef ég sett mér það markmið að horfa á allar myndirnar á topp 250 listanum á IMDB og á núna bara sjö eftir. Þetta þýðir að ég þarf stundum að setja mig í stellingar og horfa á þöglar svarthvítar myndir en oft koma þær skemmtilega á óvart eins og t.d. The Passion of Joan of Arc sem er algjört meistaraverk frá 1928. Sumir virðast dæma svoleiðis myndir fyrirfram sem leiðinlegar en raunin er oft á tíðum allt önnur.

Annars er mjög handahófskennt hvað verður fyrir valinu hverju sinni. Ég hef gaman af góðum hryllingsmyndum og held mikið upp á Alien-seríuna þó þær séu vissulega misjafnar af gæðum. Gullmolar eins og Interstellar, Arrival og Blade Runner 2049 gleðja mig mikið en góðar grínmyndir hafa verið af skornum skammti undanfarin ár að mínu mati. Ég gæti haldið áfram en Masterchef er að byrja.”

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“