fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Incredibles 2: Uppfull af orku og mikilli sál

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 7. júlí 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að sinna foreldrahlutverkinu og fjölskyldulífinu vel, með öllum tilheyrandi hindrunum, getur stundum verið hetjudáðum líkast – eins og snillingurinn Edna Mode mælir. Þessi punktur er ein undirstaða þess hvað það er við Incredibles 2 sem virkar svo vel.

Ofar öllu eru báðar Incredibles myndirnar alveg hreint frábærar sögur af viðtengjanlegri (upp að vissu marki…) fjölskyldudýnamík þar sem bónusinn liggur í frábærum hasaratriðum, geggjaðri retró-framtíðarhönnun, yndislegum karakterum og meira marglaga og viðtengjanlegri þemu en sanngjarnt er að ætlast til af svona bíói.

Það er annars ekkert grín að fylgja eftir einni sterkustu Pixar-myndinni frá upphafi og hvað þá heilum fjórtán árum eftir útgáfu. Hins vegar tekst glæsilega til með Incredibles 2 að byggja ofan á frásögn fyrstu myndarinnar og víkka strigann.

Myndin er ærslafull og litrík en um leið fullorðinsleg og úthugsuð. Hún nýtur einnig góðs af því að vera uppfull af orku, húmor og mikilli sál. Það kemur fyrir að myndin svipi stundum til forvera síns á endurtekningarstigi, þó einnig megi líta á það sem skemmtilegar speglanir.

Hins vegar er stundum ljóst að leikstjórinn og handritshöfundurinn Brad Bird viti ekki alltaf hvað á að gera við undrabarnið Jack-Jack. Mætti jafnvel segja að söguþráður og aðkoma drengsins að honum skili ekki af sér miklu í almennri stefnu myndarinnar. Það breytir því samt ekki að Incredibles 2 er einn spikfeitur æðibiti og það meira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki